Fons selur hlutinn í Iceland

Pálmi Haraldsson
Pálmi Haraldsson mbl.is/Þorkell

Fons eignarhaldsfélag, sem er í eigu fjárfestanna Pálma Haraldssonar og Jóhannesar kristjánssonar, hefur selt hlut sinn í bresku verslunarkeðjunni Iceland.

Pálmi segir hagnað af sölunni nálægt 77 milljörðum króna. Salan sé hluti af stefnumótun þeirra Jóhannesar. Undanfarnar vikur og mánuði hafi Fons selt eignir fyrir um 100 milljarða króna. Þeir ætli að einbeita sér að rekstri Northern Travel Holding. 

„Það er fullt af tækifærum í ferðaþjónustunni. Auðvitað hefur árið verið erfitt fyrir Sterling [flugfélagið] en við höfum nú fulla burði til að sækja fram," segir Pálmi.

Hann vill ekkert segja hver keypti Iceland hlutinn af honum. Segir það vera í verkahring kaupandans að greina frá því. 

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er kaupandinn Stoðir (sem áður hét FL Group) og stórir erlendir fjárfestar, sem keyptu stærri hlut. Júlíus Þorfinnsson, forstöðumaður samskiptasviðs Stoða, sagðist ekki vilja tjá sig um orðróm.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK