Bandaríska ríkið yfirtekur fasteignalánasjóði

Höfuðstöðvar Freddie Mac í McLean í Virginíu.
Höfuðstöðvar Freddie Mac í McLean í Virginíu. Reuters

Bandaríska ríkisstjórnin tilkynnti nú síðdegis, að hún hefði tekið yfir stjórnina á fasteignalánasjóðunum Freddie Mac og Fannie Mae.Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir þetta gert til að koma í veg fyrir meiriháttar uppnám á fjármálamarkaði.

Forstjórum beggja sjóðanna hefur verið vikið frá og nýir skipaðir. Herb Allison, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fjárfestingarbankans Merrill Lynch mun taka við stjórnartaumunum hjá Fannie Mae og David Moffett, fyrrverandi aðstoðarforstjóri US Bancorp, mun stýra Freddie Mac.

Henry Paulson, fjármálaráðherra, segir að gripið hafi verið til þessara ráðstafana vegna þess, að Fannie Mae og Freddie Mac séu svo stórir og samofnir bandarísku fjármálakerfi, að ef annar sjóðanna hryndi myndi það valda miklu umróti bæði á bandarískum og alþjóðlegum fjármálmarkaði.

Mikil vandamál eru á bandarískum fasteignamarkaði um þessar mundir. Í skýrslu sem birtist á föstudag kom fram að 4 milljónir Bandaríkjamanna, sem eru með fasteignalán, eða 9% allra lántakenda, eru annðhvort seinir með afborganir eða eiga yfir höfði sér nauðungaruppboð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK