Lehman Brothers gjaldþrota

Maður gengur út úr höfuðstöðvum Lehman Brothers í New York …
Maður gengur út úr höfuðstöðvum Lehman Brothers í New York með pappakassa í nótt. Reuters

Bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota í nótt. Þreifingar um að annar banki keypti hann urðu að engu. Lehman tapaði mörgum milljörðum dollara á húsnæðislánum í Bandaríkjunum.  Þá var og staðfest að Bank of America muni yfirtaka Merril Lynch fyrir 50 milljarða dala, jafnvirði 4500 milljarða króna.

Lehman var fjórði stærsti fjárfestingarbanki Bandaríkjanna. Óttast er að örlög hans muni hafa gífurleg áhrif á fjármálamörkuðum um heim allan. Mikil lækkun varð á mörkuðum í Asíu í morgun, þegar fregnirnar bárust.

Gengi dollarans snarlækkaði gagnvart evru og jeni. Búist er við mikilli lækkun á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í dag.

Fjárfestingabankinn Merryl Lynch hefur einnig tapað miklu í fjármálakreppunni. Með kaupum Bank of America á honum verður til stærsta fjármálaþjónustufyrirtæki í heimi.

Viðræður um kaup Barclays-bankans eða Bank of America á Lehman stóðu yfir um helgina, en fóru út um þúfur.

Lögreglan hefur girt af höfuðstöðvar Lehman í New York, og fréttamaður BBC segir, að starfsfólk bankans hafi yfirgefið bygginguna með pappakassa í höndum. Alls vinna um 25.000 manns hjá bankanum.

New York Times segir frá því, að tíu stórir bankar hafi ákveðið að stofna neyðarsjóð með 70-100 milljörðum dala, sem fjármálastofnanir geti sótt um fé úr til að mæta afleiðingunum af falli fjárfestingarbankans Lehman Brothers.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK