IMF: Hagkerfi heimsins að sökkva

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) segir að hagkerfi heimsins vera að sökkva í hringiðu þeirrar fjármálaupplausnar sem nú ríki og að fyrir höndum sé sársaukafull barátta fyrir bata á árinu 2009.

„Hagkerfi heimsins er nú að fara inn í meiriháttar hrun í kjölfar hættulegasta áfalls sem fjármálaheimur nútímans hefur orðið fyrir frá fjóra áratug síðustu aldar,” segir í hálfs árs skýrslu sjóðsins World Economic Outlook (WEO).Sjóðurinn hefur nú dregið úr spá sinni um hagvöxt í heimunum frá því í júlí og spáir nú 3,9% hagvexti á árinu 2008 og 3,0% hagvexti á árinu 2009. hefur hagvöxtur ekki verið minni frá árinu 2002. Er það 0,2% og 0,9 stiga lækkun frá fyrri spá.

„Stærstu þróuðu hagkerfin eru þegar á barmi hruns og jafnvel þótt gera megi ráð fyrir að ástandið fari smám saman að batna á árinu 2009, er líklegt að batinn verði óvenju hægur á heimsmælikvarða, þar sem þróunin á fjármálamörkuðum mun halda aftur af honum,” segir í skýrslunni.

Í skýrslunni IMF Global Financial Stability Report, segir að spá stofnunarinar um hagvöxt á næsta ári sé sett fram við einstaklega óljósar aðstæður og að mikil hætta sé á því að raunveruleikinn verði svartari en gert er ráð fyrir í skúyrslunni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK