Breskir bankar yfirteknir

Starfsmaður yfirgefur höfuðstöðvar HBOS í Edinborg.
Starfsmaður yfirgefur höfuðstöðvar HBOS í Edinborg. Reuters

Breska ríkisstjórnin undirbýr nú yfirtöku á tveimur stórum bönkum þar í landi, Royal Bank of Scotland og HBOS en þeir tveir munu standa hvað tæpast af breskum bönkum. Bresku dagblöðin Sunday Times og Sunday Telegraph skýra frá þessu í dag.

Segja blöðin nú ljóst, að kostnaður breska ríkisins við björgunaraðgerðir á fjármálamarkaði verði mun meiri en þeir 50 milljarðar punda, sem upphaflega átti að verja til þeirra mála. Segir Sunday Times, að breska ríkisstjórnin sé nú reiðubúin að verja 75 milljörðum punda til að bjarga breskum bönkum.

Royal Bank of Scotland (RBS) mun fara fram á 15 milljarða punda fyrir meirihlutaeign í bankanum en HBOS mun fra fram á 10 milljarða og að öllum líkindum yrði hætt að versla með hlutabréf í bönkunum á verðbréfamarkaði í London. Með þessum aðgerðum myndi breska ríkisstjórnin eignast 70% hlut í HBOS og 50% hlut í RBS samkvæmt The Sunday Times. Um virðist að ræða svipaða leið og til stóð að fara hér á landi varðandi Glitni.

Bankarnir hafa ekki tjáð sig í fjölmiðlum um málið en talið er líklegt að gefnar verði út tilkynningar á morgun.

Breska ríkið hefur þegar þjóðnýtt tvo minni banka: Northern Rock og Bradford & Bingley.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK