Birtíngur rýfur Baugstengslin

Tímarit Birtíngs.
Tímarit Birtíngs. Ómar Óskarsson

Nýr aðaleigandi að Útgáfufélaginu Birtíngi ehf. verður kynntur á morgun. Stoðir Invest, núverandi aðaleigandi, verður ekki meðal hluthafa útgáfunnar og verða eignatengsl Baugs og fjölmiðla Birtíngs þar með rofin. Þetta kemur fram á dv.is.

Birtíngur gefur út dagblaðið DV, fréttavefinn dv.is og 11 tímarit, t.d. Mannlíf, Vikuna, Séð og Heyrt, Nýtt Líf, Hús og híbýli og Gestgjafann. Minnihlutaeigendur í Birtíngi eru Elín G. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtíngs, og ritstjórar DV, Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK