Fons selur Ticket

Fons var fyrir gjaldþrot að stórum hluta í eigu Pálma …
Fons var fyrir gjaldþrot að stórum hluta í eigu Pálma Haraldssonar. mbl.is/Þorkell

Búið er að selja 29,26% hlut þrotabús Fons í norrænu ferðaskrifstofunni Ticket Travel Group. Kaupandinn er norskt félag, Braganza AS, og var sölugengið 7,45 sænskar krónur á hlut. Þýðir það að fyrir hlutfinn fékk þrotabúið um 620 milljónir íslenskra króna. 

Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúsins, segir að söluverðið sé um 10% hærra en skráð gengi bréfa Ticket á markaði og töluvert hærra en hlutur Fons hafði verið metinn á hér heima. „Niðurstaðan er mjög hagstæð fyrir þrotabúið. Við þurftum að ganga hratt frá þessu, vegna þess að hlutafjáraukning hjá Ticket var yfirvofandi. Gengið var frá sölunni í gærkvöldi og verður kaupverðið greitt í einu lagi á morgun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK