Segja upplýsingum um Icesave enn leynt

Samtökin InDefence krefst þess, að ríkisstjórnin birti öll fylgiskjöl Icesave samkomulagsins og útreikninga um greiðsluþol þjóðarbúsins og einnig útreikninga um greiðsluþol íslenska þjóðarbúsins, sem hljóti að liggja á bak við samkomulagið.  

InDefence hópurinn segist fagna því að ríkisstjórn Íslands birti loksins samkomulag um lausn Icesave–deilunnar síðastliðinn fimmtudag. Hins vegar sé ekki hægt að taka upplýsta afstöðu til þeirra skuldbindinga, sem felist í ríkisábyrgð á fyrirliggjandi samkomulagi, þar sem ýmis fylgiskjöl vanti.

„Þar á meðal er fylgiskjalið  „Settlement Agreement" nefnt í kafli 1.1 í samningnum við Breta. Getur verið að umrædd fylgiskjöl skýri það ósamræmi sem einkennt hefur fullyrðingar íslenskra stjórnvalda um efni samkomulagsins?  Við krefjumst þess að stjórnvöld birti öll fylgiskjöl með Icesave samkomulaginu tafarlaust," segir í tilkynningu InDefence.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK