Straumur leitar til lögfræðinga vegna fréttar

Straumur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi sé með öllu tilhæfulaus og bankinn hafi falið lögmönnum sínum ð leggja mat á réttarstöðu bankans vegna málsins.

„Í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöld var fyrst frétta umfjöllun um millifærslur nafngreindra einstaklinga á fjármunum frá Straumi yfir í erlend skattaskjól á sama tíma og tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis. Fréttin var ekki borin undir Straum. Hún er tilhæfulaus með öllu og til vanvirðu fyrir fréttastofuna.

Straumur hefur falið lögmönnum sínum að leggja mat á réttarstöðu bankans vegna málsins."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK