Birgjum Príss hótað í blóðugri samkeppni

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri lágvöruverðsverslunarinnar Prís, segir samkeppnisaðila verslunarinnar hafa hótað birgjum hennar og framleiðendum, meðal annars til að gera verðsamanburð erfiðari. Þetta kemur fram í Dagmálum en Gréta María er gestur þáttarins í dag.

„Þetta er gríðarlega blóðugur slagur. Ég segi bara við viðskiptavini okkar og almenning í landinu að við verðum öll að standa með samkeppni. Það þýðir ekki bara að tala um að það sé gott að einhver aðili sé kominn og fari svo áfram að versla í búðinni sem þú hefur alltaf verslað í, þú verður að koma og standa með samkeppninni og koma að versla í Prís, af því að þannig getur þú haft áhrif,“ segir Gréta.

Viðskiptavinir standi þannig með samkeppninni og sýni að þeir sætti sig ekki við aðferðir stóru lágvöruverðsverslananna í samkeppninni.

„Það er verið að hóta birgjum okkar og framleiðendum oft af samkeppnisaðilum, og ég segi við viðskiptavini að það sé eitthvað sem við eigum ekki að sætta okkur við og þess vegna eigi þeir að koma í Prís að versla. Stundum eru smá raðir og stundum vantar eitthvað smá í hilluna en það skiptir máli að standa með samkeppninni,“ segir hún.

Ekki eðlilegir viðskiptahættir

Spurð í hverju hótanirnar felist svarar Gréta:

„Sem dæmi var einn sem er að framleiða fyrir okkur látinn skipta um umbúðir til okkar, þannig að umbúðirnar okkar væru ekki eins og hjá samkeppnisaðilanum. Þannig var ekki hægt að bera vöruna beint saman, af því að við vorum með lægri verðpunkt. Við erum enn þá með sama verðið og varan er eins en í öðrum umbúðum. Það er eitt dæmi, annar sem var að framleiða fyrir okkur aðra vöru, honum var hótað að ef hann myndi ekki hætta [að framleiða fyrir okkur] þá myndi varan sem hann er að framleiða vera tekin úr sölu í einni verslun.“

Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Príss er gestur Dagmála í dag.
Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Príss er gestur Dagmála í dag. mbl.is/María Matthíasdóttir

Hún segir þessi dæmi ekki vera eðlilega viðskiptahætti en slík brögð efli hana í samkeppninni.

„Ég er mikil keppnismanneskja og ég hugsa bara að þetta efli mann. Maður er ekki bara tvíefldur eða þríefldur, maður eflist tífalt við það að fá svona viðbrögð.“

Nú varst þú framkvæmdastjóri Krónunnar á sínum tíma, þá varst þú inni í þessu mengi sem þið eruð að keppa við núna. Var þetta líka lenskan þá, var þá verið að hafa áhrif á birgjana?

„Ég get ekki talað fyrir aðra, en þegar ég var þá vorum við að fókusa á það að veita aðhald á markaði og leggja okkur fram við að ná betri verðum til okkar svo við gætum verið í samkeppninni, svo náttúrulega bara breytast tímarnir og svo koma nýir stjórnendur og áherslur breytast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK