Sænski seðlabankinn lækkar stýrivexti

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi. AFP

Seðlabanki Svíþjóðar tilkynnti í dag um 0,25% lækkun á stýrivöxtum og standa þeir nú í 3,25 prósentum.

í tilkynningu seðlabanka Svíþjóðar segist bankinn sjá fyrir sér að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar á þessu ári með hjöðnun verðbólgunnar.

Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem sænski seðlabankinn lækkar stýrivextina en vaxtaspá bankans bendir nú til 2,38 prósenta meðalstýrivaxta á öðrum ársfjórðungi 2025.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK