Airbus nýtur góðs af auknu alþjóðaflugi

Bogi Nils Bogason og Benoit de Saint-Exupéry fagna samningi.
Bogi Nils Bogason og Benoit de Saint-Exupéry fagna samningi. mbl.is/Árni Sæberg

Joost van der Heijden, markaðsstjóri hjá Airbus, segir fyrirtækið vera að byggja upp aukna framleiðslugetu vegna mikillar eftirspurnar um heim allan. Það sé ekki síst mikil eftirspurn eftir A321-þotunum sem noti 30% minna eldsneyti en eldri vélar.

Mikið hagræði fyrir Icelandair

Icelandair er meðal flugfélaga sem hyggjast taka slíkar þotur í flota sinn og var sú fyrsta, Esja, afhent í síðustu viku. Næstu misseri munu fleiri slíkar langdrægar þotur leysa Boeing 757-þoturnar af hólmi í flota Icelandair.

Van der Heijden segir alþjóðaflug hafa náð sömu hæðum og fyrir farsóttina 2020 til 2021 og gott betur. Þannig stefni í að árið 2024 verði metár í fluginu sem aftur birtist í eftirspurn eftir flugvélum.

Benoit de Saint-Exupéry, framkvæmdastjóri sölu hjá Airbus, segir fyrirtækið hafa fundið mikið fyrir því þegar aðfangakeðjur rofnuðu í farsóttinni. Airbus sé með alls um tíu þúsund birgja í aðfangakeðju sinni og vinni nú að því að einfalda hana og færa framleiðsluna nær sér.

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sagði á blaðamannafundi hjá Airbus, sem haldinn var í tilefni af því að flugfélagið fékk fyrstu Airbus-þotuna afhenta, að það kæmi til greina að kaupa fleiri gerðir af Airbus-þotum í framtíðinni.

Frá Boeing til Airbus

Bogi Nils segir samkomulagið við Airbus eiga sér langan aðdraganda. Árið 2010 hafi Icelandair hafið viðræður við Boeing og Airbus og að lokum valið Boeing Max-þoturnar. Icelandair hafi svo aftur horft til Airbus þegar langdrægari útgáfa af Airbus A321 kom á markað. ViðskiptaMogginn heimsótti Airbus í Hamborg.

Meira í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK