Birta myndir af sér eftir kynlíf

Nýlega hafa #aftersex og #aftersexselfie ruðið sér rúms innan Instagram en merkið er notað til að merkja myndir sem teknar eru af aðstæðum og einstaklingum eftir að þeir hafa stundað kynlíf.

Skiptar skoðanir eru um þessa tískubylgju. Sumum þykir myndirnar ósmekklegar og svik við þá nánd sem á að fylgja kynlífi en aðrir spyrja afhverju nánd og kynlíf „eigi“ að vera samtengd og þá einnig afhverju það sé eitthvað ósmekklegt að deila þessari nánd með öðrum.

„Mynd af einhverjum ljómandi eftir eina djúpstæðustu mannlegu lífsreynslu sem fyrirfinnst er áhugaverðari en nýju neglurnar þínar,“ segir greinarhöfundur á Salon sem vill að fólk hætti öllu drusludissi. 

Það verður að viðurkennast að hashtaggið gerir myndirnar áhugaverðari en meðal svefnherbergissjálfsmyndina og margar þeirra eru vissulega smekklegar, fallegar og jafnvel fyndnar. Sumar myndanna eru þó heldur ósmekklegri og eins má endalaust furða sig á þörf fólks til að deila hverju einasta smáatriði einkalífsins með umheiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson