Bardagi Gunnars Nelson og Zak Cummings var aðal umræðuefnið á samfélagsmiðlum í kvöld. Bardaginn var í beinni útsendingu á Stöð2 Sport og voru áhorfendur hvattir til að tísta með merkingunni #UFC365. Ansi líflegar umræður spunnust upp úr því.
Monitor tók saman bestu bitana af Twitter í kvöld og greinilegt að Íslendingar bera heitar tilfinningar til Gunnars Nelson.
Ég skil nú bara Zack mjög vel að leyfa Gunna að skella sér á bakið #ufc365
— Unnur Eggertsdóttir (@UnnurEggerts) July 19, 2014
Væri frekar til í að mæta Voldemort í Mordor en Gunnari í búrinu #UFC365
— Kristjana Arnarsd. (@kristjanaarnars) July 19, 2014
Er líklega sveittari en Gunni eftir. Þetta tók á. Þvílíkur maður sem hann er. #ufc365
— Henry Birgir (@henrybirgir) July 19, 2014
Er með gæsahúð á stöðum sem ég vissi ekki að hægt væri að fá gæsahúð. Veeeááá. #ufc365
— Stefán Snær Stefánss (@stefansnaer) July 19, 2014
ALDREI SPURNING!!! Kv. taugaáfallið #ufc365 #kingnelson
— Fanney Birna (@fanneybj) July 19, 2014
#ufc365 Dynjandi fögnuður á Stúdentakjallaranum. Gunnar velur bara sitt moment vandlega og siglir rólega í höfn. Meistari.
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) July 19, 2014
"Ef þú treystir á eitthvað í lífinu þá treystiru á Gunnar Nelson" nákvæmlega!!!! #whataman #ufc365
— Hrafnhildur Ýr (@ravenyr_) July 19, 2014
Hrikalega er gaman að fylgjast með þessum meistara! 🏆Stukku allir úr sófanum #UFC365
— Bogi Hreinsson (@BentCleanson) July 19, 2014
MÉR FKN BLÝSTENDUR, GET IN THERE !!!! Conor er næstur, hann er roooosalegur! #veeeeeeeisla #UFC365
— Jóhann D Bianco (@JohannDBianco) July 19, 2014