Nostalgíukassinn: Írafár á fylleríi

Rock on segir Birgitta og Monitor getur ekki annað en …
Rock on segir Birgitta og Monitor getur ekki annað en tekið undir.

Á ferðalagi um veraldarvefinn má hnjóta um ýmsar góðar gersemar en gimsteinar á við myndbandið Írafár á fylleríi eru sjaldséðir.

Í myndbandinu má sjá meðlimi Írafárs lyfta sér ærlega upp á mánudagskvöldi að því er virðist snemma á síðastliðnum áratug, en líklega mætti greina nánari tímasetningu af strípunum í hári Birgittu. Birgitta greinir frá því í upphafi myndbandsins að hljómsveitin sé stödd í Orlando í Flórída þar sem þau hafi verið að enda við að spila Partýspilið. 

Birgitta lyftir einnig upp griffluklæddum þumli og stynur upp „Rock on“ áður en hún lekur á gólfið, að því er virðist í hláturskasti og er henni ráðlagt að pissa ekki í baðkarið þegar hún yfirgefur svæðið. Þá tekur hljómborðsleikarinn Andri Guðmundsson við frásögninni og útlistar nákvæmlega hversu mikið hver og einn hefur drukkið af staupum það sem af er kvöldi. Eins fræðir hann áhorfendur um að gítarleikarinn Vignir Snær Vigfússon og Þorvaldur (líklega Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, upptökustjóri sveitarinnar), hafi farið í „macho staupkeppni“.

Birgittu-hatur var vinsæl iðja þeirra sem töldu sig yfir Írafár hafna hér á árum áður og á hugi.is má finna langar umræður um efni myndbandsins. Umræðurnar eru meira en tíu ára gamlar en svo virðist sem fæstir hafi séð myndbandið á þeim tíma enda hafi það verið fjarlægt af batman.is áður en það komst í meiri dreifingu. Margir þeirra sem tjáðu sig virðast hafa hugsað sér gott til glóðarinnar og bjóðast sumir til að borga fyrir að fá myndbandið í hendurnar en aðrir benda á að Birgitta og félagar hafi jafn mikinn rétt til fyllerís og annað fólk sem tilskildum aldri hefur náð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler