Viðburðaríkur dagur druslugöngunnar

Druslugangan 2013 - Druslugöngunni verður fagnað með tónleikum og margt …
Druslugangan 2013 - Druslugöngunni verður fagnað með tónleikum og margt er um að vera í bænum um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Margt verður um að vera í Reykjavík á laugardaginn og skipar hin umtalaða drusluganga að sjálfsögðu öndvegissæti meðal viðburða dagsins. Skiltagerð og bjórkvöld áttu sér stað á Brikk í gærkvöldi vegna göngunnar en fjöldi hljómsveita mun troða upp á göngunni sjálfri. Þá stendur Roller Derby Ísland fyrir allsherjar línuskautaveislu og tónleikum og nátthröfnum býðst að taka þátt í líkamlegri spunavinnu nóttina fyrir herlegheitin.

Reykjavíkurdætur, Sísý Ey, Kælan mikla og Lord Pusswhip

Ofangreindar hljómsveitir munu trylla lýðinn í beinu framhaldi af druslugöngunni sem hefst klukkan tvö hjá Hallgrímskirkju. Eins og kunnugt er gáfu Reykjavíkurdætur út tónlistarmyndband af tilefni druslugöngunnar í samstarfi við Halldór Eldjárn og spennandi verður að sjá hvort lagið D.R.U.S.L.A. verði ekki flutt á Ingólfstorgi eftir gönguna.

„Það er mikilvægt að mæta á druslugönguna til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning í verki, skila skömminni og sýna hvar hún á heima. Hún á heima hjá gerendum,“ sagði Hjalti Vigfússon, einn skipuleggjandi göngunnar, í samtali við mbl.is.

Vaka saman til morguns í Tjarnarbíó

Nátthrafnar geta hinsvegar freistað þess að hefja daginn löngu fyrir klukkan tvö en listræna tvíeykið Samferða mun vaka alla aðfaranótt laugardags í Tjarnarbíói. Hrefna Lind Markúsdóttir og Halldóra Markúsdóttir bjóða áhugasömum að verja nóttinni með þeim í „opinni þjálfun í physisku leikhúsi.“ Notast er við sérstakar líkamlegar þjálfunaræfingar við undirleik Auðunns Lútherssonar raftónlistarmanns.

Verkefnið ber heitið Svefngalsi og býðst gestum að vera með sem virkir þátttakendur eða áhorfendur með svefnpoka og dýnur að vopni. Aðgangseyrir er 1000 kr. og stendur viðburðurinn frá miðnætti í nótt til laugardagsmorguns.

Roller Derby Ísland skauta og dilla sér

Roller Derby Ísland hyggst skauta sjávarsíðuna frá Nauthólsvík og enda fyrir framan Hörpu, þar sem hljómsveitin White Signal mun svo halda uppi fjörinu, næstkomandi laugardag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, en viðburðurinn er hluti af samstarfi Roller Derby Ísland og Reykjavíkurborgar.

Lagt verður að stað frá Nauthólsvík eftir Druslugönguna um 15:30 og eru allir velkomnir á hverskyns hjólum sem hver og einn kýs. Hljómsveitin byrjar að spila um 16:30 og í boði verður að prófa hjólaskauta.

Roller Derby lið Íslands hefur æft stíft í um ár og hefur nú þegar farið í keppnisferð til Finnlands og á von á tveimur erlendum liðum í heimsókn í vetur. Þá verður nýliðanámskeið haldið í ágúst fyrir þá sem vilja byrja að stunda íþróttina eða kynnast henni nánar.

„Við viljum endilega sjá sem flesta, börn og fullorðna, skauta saman um fallegu borgina okkar og svo endum við á að dilla okkur við tóna White Signal,“ segir í tilkynningunni.

Reykjavíkurdætur - Rappsveitin gaf út lag af tilefni druslugöngunnar
Reykjavíkurdætur - Rappsveitin gaf út lag af tilefni druslugöngunnar Styrmir Kári
Af fyrri þjálfunartíma Samferða
Af fyrri þjálfunartíma Samferða Tjarnarbíó
Skautað til sigurs - Roller Derby Ísland stendur fyrir skautaveislu …
Skautað til sigurs - Roller Derby Ísland stendur fyrir skautaveislu og tónleikum eftir druslugönguna Roller Derby Ísland
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler