Mikil væta og vindur á Þjóðhátíð

Vætusamt verður á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og því ættu gestir …
Vætusamt verður á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og því ættu gestir að hafa regngallann með í för. mbl.is/Sigurgeir

Nokkuð samfelld úrkoma á föstudag og laugardag og ákveðin austanátt. Helst verður þurrt á sunnudag en von er á annarri lægð á mánudag með tilheyrandi roki og rigningu. Gestir ættu því að pakka snemma þann dag. Svona hljómar spáin fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands ættu gestir þjóðhátíðar í ár að pakka regngöllum og stígvélum og vera viðbúnir mikilli vætu því rigning og vindasamt veður mun eflaust setja mark sitt á hátíðina í ár.

Ættu að pakka snemma á mánudaginn

Vætusamt og ákveðin austanátt á köflum, segir spáin fyrir föstudag og laugardag. Gera má ráð fyrir spáin fyrir þessa daga taki ekki miklum breytingum en enn er óvissa með sunnudag og mánudag.

Dregið gæti úr úrkomu á laugardagskvöldinu en gangi núverandi spár eftir, bíður lægð handan við hornið á mánudag með vaxandi austanátt og úrkomu. Gestir ættu því að pakka snemma á mánudeginum og koma sér heim, hafi þeir ekki áhuga á að njóta tjaldlífsins í rigningu.

Besta veðrið verður fyrir vestan

Eins og spáin lítur út í dag, fyrir hádegi á þriðjudag, verður besta veðrið á Vestfjörðum og á Vesturlandi en þó verður ekki mjög hlýtt, eða 8 til 15 stig yfir daginn. Skipuleggjendur Mýrarboltans munu því líklega að mestu sjá sjálfir um að væta moldarvellina fyrir boltann en gestir ættu þó að vera duglegir að hlaupa sér til hita.

Þegar litið er til landsins í heild sinni verða norðaustlægar áttir ríkjandi um helgina. Svalt og óstöðugt loft er yfir landinu og má gera ráð fyrir vætu í öllum landshlutum. Spáin bíður þó upp á góða kafla inni á milli, hálfskýjað og þurrt veður. Hlýjast verður á Suður- og Vesturlandi. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir