Þótti ekki nógu góður penni

Granítkóngurinn Brjánn Gunnlaugsson er að gefa út sína fyrstu bók.
Granítkóngurinn Brjánn Gunnlaugsson er að gefa út sína fyrstu bók. mbl.is/Rósa Braga

Brjánn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sólsteina, er þessa dagana að gefa út sína fyrstu bók. Hann strengdi áramótaheit eitt árið og sagðist ætla skrifa bók en fékk dræmar viðtökur frá stjúpmóður sinni sem sagði hann ekki vera nógu góðan penna. Til þess að afsanna það skrifaði sendir hann nú frá sér bókina Meistarasögur.

„Ég strengdi áramótaheit eitt árið, en ég ætlaði að læra á gítarinn minn eða skrifa bók. Ég bar það undir stjúpmömmu mína, Dýrfinnu Torfadóttir, sem er ávallt afar stuðningsrík og hefur alltaf haft mikla trú á þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur en hún sagði að ég væri ekki nógu góður penni til þess. Ég varð að sjálfsögðu að  afsanna það,“ sagði Brjánn.

Í Meistarasögum segja 55 íþróttamenn sögur af ferlinum, bæði utan vallar sem innan vallarins. „Þetta eru svona bakvið tjöldin sögur.“

Ekki voru allir íþróttamennirnir sem hann hafði samband við tilbúnir til að leysa frá skjóðunni: „Það voru nokkrir sem voru ekki tilbúnir til að taka þátt og þá sérstaklega konurnar sem ég reyndi að fá í þetta verkefni.“

Aðspurður hvort að honum hefði verið sagðar einhverjar sögur sem ekki var hægt að opinbera í bókinni sagði hann kátur í bragði: „Ég gæti skrifað aðra bók sem yrði þá bönnuð innan 18 ára með sögunum sem ekki var hægt að birta í þessa bók.“

Ætlar þú að skrifa aðra bók? „Miðað við viðtökurnar á þessari þá gæti ég vel hugsað mér það.“

Hver er draumurinn? „Eins hallærislegt og það kann að hljóma þá lifi ég drauminn, þrjú heilbrigð börn og fullkomin kona.“

Brjánn er ekki búin að kaupa neinar jólagjafir en hann segist aðeins kaupa eina gjöf en það gerir hann á Þorláksmessu en konan hans sér um jólainnkaupin.

Hvernig eru jólin hjá þér þetta árið?„Jólin þetta árið verða frábær eins og öll jól, það verðu eldaður góður matur og slappað af. Svo kemur stórfjölskyldan saman og tekur til matar síns.“

Brjánn Gunnlaugsson strengdi áramótaheit eitt árið en hann ætlaði að …
Brjánn Gunnlaugsson strengdi áramótaheit eitt árið en hann ætlaði að læra á gítarinn sinn eða skrifa bók. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál