Jólagjafir handa þeim sem eiga allt

Dior burstasett, súkkulaðikúlur og kavíar.
Dior burstasett, súkkulaðikúlur og kavíar. mbl.is/Samsett mynd

Það eru eflaust einhverjir að svitna yfir jólagjafakaupum og hvað eigi að gefa þeim erfiðu, fólkinu sem allt á. Sniðugar og vel heppnaðar jólagjafir þurfa ekki að kosta morð fjár og er um að gera að nýta tæknina.

Pantaðu persónulegt stjörnukort handa þeim sem þér þykir vænt um hjá Gunnlaugi Guðmundssyni. Stjörnukortið getur þú pantað á netinu og jafnvel sent fjölskyldu þinni eða vinum í útlöndum. Þar með sparar þú sendingarkostnað og slærð pottþétt í gegn því það hafa flestir mestan áhuga á sjálfum sér (þótt fæstir vilji viðurkenna það).

Á vefsíðunni Óskaskrín er að finna fjöldann allan af sniðugum gjafakortum í ýmsum verðflokkum. Þetta er þó alls ekki tíkarlegt því hvert gjafakort kemur í öskju og getur viðkomandi valið viðburð eða þjónustu að eigin vali og fylgir bæklingur með með nánari upplýsingum. Í Gourmet flokknum er hægt að velja um fjölmarga veitingastaði, í Fjör flokknum er hægt að komast í sex tíma í Boot Camp svo dæmi sé tekið og í Lúxusflokknum er hægt að fá vorhreingerningu. Hvaða kona myndi segja nei við því?

Það má alltaf gleðja þá sem eiga allt með fallegum bráðnauðsýnlegum óþarfa. Pappírsóróarnir frá Rie Elise Larsen fást í Ólátagarði. Það er eitthvað við þá sem erfitt er að standast.

Gefðu áskrift að tei. Hjá Tefélaginu getur þú verið með te í áskrift og kostar það 1870 kr. á mánuði. Það er tilvalið að gefa þeim sem eiga allt og eru hrifnir af tei áskrift.

Útbúðu konfekt og gefðu þeim sem þér þykir vænt um og settu það í fallegar umbúðir. Það klikkar ekki.

Gefðu vinkonu þinn, mömmu, ömmu eða frænku nýtt burstasett frá Dior. Snyrtivörurnar sjálfar skipta ekki alltaf mestu máli heldur áhöldin sem við notum til að snyrta okkur. Þetta burstasett uppfyllir kröfur þeirra sem allt eiga.

Svo má alltaf gefa nýjan kaffibolla eða fallegt vínstaup fyrir þá sem eru ekki hættir að drekka.

Það sem skiptir mestu máli er að missa ekki svefn yfir jólagjafakaupum og reyna að njóta augnabliksins.

Burstasett frá Dior er tilvalið í jólapakkann fyrir þá sem …
Burstasett frá Dior er tilvalið í jólapakkann fyrir þá sem allt eiga.
Gefðu upplifun í jólagjöf.
Gefðu upplifun í jólagjöf. mbl.is/Óskaskrín
Gefðu stjörnukort í jólagjöf frá Gunnlaugi Guðmundssyni.
Gefðu stjörnukort í jólagjöf frá Gunnlaugi Guðmundssyni. mbl.is/stjornuspeki.is
Pappírsóróar frá Rie Elise Larsen fást í Ólátagarði.
Pappírsóróar frá Rie Elise Larsen fást í Ólátagarði. mbl.is/Ólátagarður
Súkkulaðikúlur með glimmeri fara vel í jólapakkann.
Súkkulaðikúlur með glimmeri fara vel í jólapakkann. mbl.is/Marta María
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál