Börnin þurfa að vinna fyrir sér

Tónlistarmógúllinn Simon Cowell ætlar að gefa auð sinn til góðgerðarmála.
Tónlistarmógúllinn Simon Cowell ætlar að gefa auð sinn til góðgerðarmála. mbl.is/AFP

Þrátt fyrir að eiga nóg af peningum til þess að gefa börnum sínum er ekki allt ríka og fræga fólkið sem ætlar að láta börnin sín komast upp með það að vinna ekki handtak allt sitt líf. Business Insider tók saman lista af nokkrum ríkum sem dekra bara mátulega við börnin sín. 

Nigella Lawson

Sjónvarpskokkurinn á meira en nóg af peningum en bara tvö börn og eina stjúpdóttur. „Ég er ákveðin í því að börnin mína eigi ekki að hafa neitt fjárhagslegt öryggi,“ sagði Lawson árið 2008 og heldur því fram að það eyðileggi fólk að þurfa ekki að vinna fyrir salti í grautinn.

Nigella Lawson.
Nigella Lawson. mbl.is/AFP

Gordon Ramsey 

Stjörnukokkurinn á fjögur börn og enn meira af peningum. Hann leyfir börnum sínum ekki að ferðast um á fyrsta farrými þar sem hann og móðir þeirra sitja þegar þau ferðast. Hann hefur gefið það út að hann ætli að gefa þeim 25 prósent af innborgun í íbúð en annars fer auðurinn ekki til barnanna. 

Gordon Ramsay.
Gordon Ramsay.

Sting

Eftir langan og farsælan tónlistarferil á Sting nóg af peningum. Sex barna faðirinn hefur gefið það út að börnin hans viti að þau muni ekki erfa eyri eftir hann. Hann ætlar ekki að skilja eftir stóran sjóð handa þeim. „Þau verða að vinna. Öll börnin mín vita það og biðja mig sjaldan um eitthvað,“ sagði Sting sem kann að meta að börnin eru laus við tilætlunarsemi. 

Sting og ásamt eiginkonu sinni Trudie Styler.
Sting og ásamt eiginkonu sinni Trudie Styler. AFP

Elton John

Tónlistarmaðurinn á tvo syni með eiginmanni sínum David Furnish. Þrátt fyrir að hann viti að þeir lifi ekki venjulegu lífi er hann mótfallinn því að gefa krökkum silfurskeið. Hann vill að þeir virði peninga og vinnu. Hann tekur sér Warren Buffett til fyrirmyndar í þessum málum en milljarðamæringurinn gefur börnum sínum pening fyrir húsi og bíl og öðrum nauðsynjum svo þau skorti ekki neitt. Hins vegar er ekkert vit í því að láta þau fá svo mikla peninga að þau eyði þeim í vitleysu eins og einkaþotur og málverk eftir Picasso. 

David Furnish og Elton John eiga tvo syni saman.
David Furnish og Elton John eiga tvo syni saman. Mbl.is/AFP

Simon Cowell

X Factor-dómarinn og framleiðandinn gaf það út að hann ætlaði að gefa auð sinn til góðgerðarmála fyrir börn og dýr. „Arfur þinn þarf að vera vonandi þannig að þú gefir fólki tækifæri þannig að það geri vel og þú gefir því tíma, kennir því það sem þú kannt,“ sagði Cowell stuttu áður en hann eignaðist son sinn árið 2014.  

Simon Cowell.
Simon Cowell. mbl.is/AFP

Mark Zuckerberg 

Facebook-stofnandinn og eiginkona hans Priscilla Chan eiga tvær dætur sem munu ekki erfa öll þeirra auðæfi enda vilja þau gera heiminn að betri stað. Í yfirlýsingu á Facebook eftir að eldri dóttir þeirra, Max, fæddist gáfu þau það út 99 prósent af arfi Max færi í góðgerðarmál. 

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. mbl.is/AFP

Bill Gates

Líkt og Elton John lítur Gates upp til Warren Buffett þegar kemur að erfðamálum. Gates telur að það sé ekki gott fyrir börn að erfa of mikinn pening. Börn Gates munu aðeins erfa litla prósentu af auði hans eða um 10 milljónir dollara hvert. Einhver mundi reyndar halda því fram að milljarður íslenskra króna á haus væri meira en nóg.

Bill Gates.
Bill Gates. mbl.is/AFP

George Lucas

Star Wars-leikstjórinn og framleiðandinn eignaðist dóttur árið 2013 en átti þrjár ættleiddar dætur fyrir. Lucas ætlar að gefa stóran hlut af auðæfum sínum til mannúðarmála.

Mellody Hobson ásamt eiginmann sínum George Lucas.
Mellody Hobson ásamt eiginmann sínum George Lucas. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál