Föst inni í herbergi vegna fóbíu kærastans

Konan hangir bara inni í sínu herbergi til að reyna …
Konan hangir bara inni í sínu herbergi til að reyna að þóknast kærastanum. Getty images

„Ég og kærastinn minn höfum verið saman í tvö ár. Við fluttum saman eftir að hafa þekkst í fjóra mánuði. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri með sýklafóbíu og hann vissi ekki að ég var með kvíða. Sýklafóbían hans varð áberandi þegar ég var að elda, þrífa, baða mig eða nota klósettið - í raun magnaðist hún upp við allt sem ég gerði. Og mér leið hrikalega því ég var að reyna að haga mér eins og hann vildi. Þetta er komið á það stig núna að við sofum í sitthvoru herberginu, og ég kem bara út úr herberginu til að nota baðherbergið, fara í vinnuna og borða. Ég er tilbúin að fara í pararáðgjöf og reyna að finna lausn á vandamálum okkar, en hann segist ekki glíma við neitt vandamál. Við vorum svo góð saman en við látum það sem hrjáir okkur trufla okkur. Mér finnst ég ekki sýna gott fordæmi þegar ég geri allt sem hann biður mig um að gera, alveg sama hversu klikkað það er, eins og að klæðast hönskum þegar ég opna dyrnar að íbúðinni okkar. Ætti ég að hætta með honum og vinna í sjálfri mér?“ spyr ráðalaus kona í bréfi sínu til Cosmopolitan.

Ráðgjafinn Logan Hill sér um að svara henni. „Ég er líka með fóbíu. Fóbíu fyrir mönnum sem láta kærustum sínum líða óöruggum á sínu eigin heimili. Ég skil að þú sért viðkvæm gagnvart kærasta þínum og vandamáli hans. Það hljómar eins og þú hafir lagt þig alla fram við að þóknast honum og láta þetta ganga upp. En ég vil minna þig á að þú þarft ekkert að rembast við að haga þér í takt við þennan kvilla sem hann viðurkennir ekki einu sinni að hann sé með. Þú þarft ekki að lifa svona lífi,“ segir Hill.

Hill heldur áfram og segir meðal annars: „Þetta er varasamt ástand, að þér finnist þú föst í þínu eigin svefnherbergi og að hann viðurkenni ekki að það sé vandamál,“ segir Hill meðal annars. Hann segir að ekki sé hægt að líkja hans sýklafóbíu við hennar kvíðavandamál. Hill segir manninn klárlega þurfa á hjálp að halda.

„Það er allt í lagi ef þetta er of mikið fyrir þig. Þú þarft ekkert að láta allt ganga upp. Ef einhver gerir þið geðveika og óhamingjusama, hvort sem það er viljandi gert eða ekki, þá þarftu ekkert að sætta þig við það. Fyrst og fremst þarftu að læra að segja „nei“ en að öllum líkindum þarftu að binda enda á sambandið.“

Konan var beðin um að klæðast hönskum þegar hún snerti …
Konan var beðin um að klæðast hönskum þegar hún snerti hurðarhúninn að íbúðinni. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál