Júlía Rós hefur lést um þrjú kíló

Júlía Rós Júlíusdóttir.
Júlía Rós Júlíusdóttir. mbl.is/Golli

Stjörnuþjálfun Smartlands og Hreyfingar virkar vel. Kílóin hrynja af Júlíu Rós Júlíusdóttur. Á bloggi sínu segir hún frá árangrinum.

„Nú eru fjórar vikur búnar og því búin með einn þriðja af þessu ferðalagi. Hlakka mikið til að fara í mælingu eftir helgina því þá er tekin ummálsmæling og fitumæling og að sjálfsögðu vigtun. Veit samt að það eru farin næstum því þrjú kíló á þessum fjórum vikum sem er nú miklu meira en markmiðið mitt var. Ætli það sé ekki bara vegna mikils aðhalds sem er á þessu námskeiði í Hreyfingu að maður fer eftir einu og öllu sem er sett fyrir manni og er í endalausri keppni við sjálfan sig um hvað maður getur gert betur.“

„Í þessari viku sem er að líða vorum við stelpurnar á námskeiðinu á VIP-matseðli. Hann er byggður upp þannig að við borðuðum ekki nema 1.200 hitaeiningar í sex daga. Það tók mig um tvo daga að venja líkamann við þennan breytta skammt og voru þeir dagar mér nokkuð erfiðir. En það sem er svo þægilegt við matseðilinn er að þetta er allt mjög einfalt að gera, kjúklingur eða fiskur og grænmeti með..... svona meginuppistaðan.  

Í gær var svo Hot-tíminn okkar þar sem maður svitnar fyrir alla vikuna  þetta eru svo æðislegir tímar, finnst maður vera í slökun en er að vinna svo vel með líkamann að lengja vöðva og styrkja djúpvöðana. Anna Eiríks sagði einmitt í lok tímans setningu sem ég hef ákveðið að fara eftir í einu og öllu „Ekki verðlauna ykkur með mat þegar þið hafið unnið vel, verðlaunið ykkur með að fara í dekur eða kaupa ykkur eitthvað fallegt". Því hef ég ekki spáð í þetta fyrr? Ég skellti mér því í nudd og andlitsbað og mér leið eins og prinsessu á eftir. Þvílíkur draumur og unaður eftir svona mikla vinnu í fjórar vikur að verðlauna sig svona. Ef ég hefði nú farið og fengið mér KFC eða einhvern annan skyndibita sem hefði smakkast vel í 10 mín. hefði eftirlíðanin engan veginn verið sambærileg. Ekki spurning þegar maður setur upp reikningsdæmið svona hvort er betri útkoma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál