Við viljum allflest reyna að borða holla og sem hreinasta matvöru. Maður fær hins vegar stundum á tilfinninguna að það kosti heila býsn. En svo þarf ekki endilega að vera.
Oddrún Helga Símonardóttir er þriggja barna móðir, áhugakona um heilsu og holla matargerð, auk þess sem hún er öflugur bloggari. Hún heldur úti stórskemmtilegu bloggsíðunni heilsumamman.com þar sem hún gefur uppskriftir að hollum og góðum réttum auk þess að miðla ýmiskonar fróðleik um hollustu og önnur heimilistengd mál.
Oddrún benti á dögunum á 10 leiðir til að lækka matarreikninginn, sem við öll ættum að geta tileinkað okkur. Fáum við að birta þær hér en nánar má lesa um leiðirnar hér:
Frosið grænmeti er yfirleitt ódýrara - Lífrænt er auðvitað best en það er betra að fá grænmeti en ekkert grænmeti.
Einfalt - Það þarf ekki að nota 10 tegundir til að gera holla máltíð. Einfaldir réttir eru ekki endilega verri.
Eldum einu sinni, en borðum oftar - Oddrún bendir t.d. á að ef maður gerir pestó, að gera þá tvær krukkur. Eins ef maður gerir múslí, að gera þá stóran skammt sem geymist og endist í fleiri skipti.
Ekki elda mat sem þér eða fjölskyldunni finnst vondur
Ekki henda mat - Allur afgangur ætti að fara í box inn í ísskáp eða í beint í frystinn segir Oddrún og bendir á nokkra sniðuga rétti sem hægt er að gera úr ákveðnum afgöngum.
Gera sjálfur hlutina frekar en að kaupa tilbúið
Bökum!
Skipuleggjum vikuna
Takmörkum ferðir í búðina
Hættum að borða eftir kvöldmat