Samtökin Clitoraid hafa slegið upp alþjóðlegri vitundarviku snípsins en dagleg störf samtakanna miða að því að hjálpa konum og stúlkum sem verða fyrir limlestingum á kynfærum.
Talskona Clitoraid segir skilaboðin með vitundarviku snípsins þó vera gamansamari í eðli sínu.
„Við höfum tekið eftir að snípurinn hefur ekki fengið sína stund í sviðsljósinu. Hann lætur fólk fara hjá sér. Í þessari viku viljum við því ekki einblína á umskurð kvenna.“
Samkvæmt talskonunni hefur snípurinn verið utan umræðunnar síðan á tuttugustu öldinni þar sem þá töldust fullnægingar sem fengnar voru með beinni snertingu við hann taldar óþroskaðar samanborið víð leggangafullnægingar.
Það vill svo skemmtilega til að maí er mánuður sjálfsfróunar í Bandaríkjunum og samtökin vonast til að snerta á því efni á meðan vitundarvika snípsins stendur yfir.
„Við viljum ýta undir að konur tali um og fagni kynferði sínu.“
Meðlimir samtakanna munu klæða sig upp í risvaxna píkubúninga og dreifa upplýsingabæklingum um Las Vegas. Þá hefur klámmyndaframleiðandinn Mike Kulich hafið tökur á mynd þar sem hinar ýmsu klámleikkonur stunda sjálfsfróun. Myndin mun bera titilinn „Ég elska snípinn minn“ og allur ágóði mun renna til Clitoraid.