Fyrirsæta olli usla stuttu eftir barnsburð

Ástralska fyrirsætan Erin McNaught birti þessa mynd á Instagram.
Ástralska fyrirsætan Erin McNaught birti þessa mynd á Instagram. Instagram

Ástralska fyrirsætan Erin McNaught birti bikiní-mynd af sér á Instagram einum mánuði eftir að hún eignaðist barn. Á myndinni má sjá hvernig McNaught var komin með flatan maga og tónaða magavöðva stuttu eftir barnsburð. Myndin kom miklum umræðum af stað. 

Fyrir neðan myndina greindi McNaught frá því hvernig hún hefði komist aftur í form á örskotstíma eftir barnsburð. Hún kvaðst hafa gengið mikið, borðað hollt og gert fjölbreyttar magaæfingar. McNaught fékk ótal athugasemdir við myndina. Margir kölluðu hana athyglissjúka og sögðu hana vera með minnimáttarkennd.

Eins og áður sagði kom myndbirting McNaught umræðum af stað. Fólk velti því fyrir sér hvernig þetta væri hægt. Einhverjir komu henni þá til varnar og sögðu að fólk væri hreinlega afbrýðisamt.

Samskonar myndir gefa konum óraunverulegar hugmyndir

En McNaught er ekki eina fræga konan sem hefur flaggað lögulegum líkama sínum stuttu eftir barnsburð. Kim Kardashian og Miranda Kerr eru dæmi um frægar konur sem hafa vakið athygli fyrir að skjótast aftur í fyrra form á nokkrum vikum eftir að hafa eignast barn.

Sálfræðingurinn og ráðgjafinn Natasha Bijlani segir að frægar konur gefi öðrum konum oft óraunhæfar hugmyndir um hvað sé eðlilegt. 

„Þetta setur óþarfa álag á nýbakaðar þreyttar mæður. Þetta er ekki eitthvað sem nýjar mæður ættu að hafa áhyggjur af. Þær ættu frekar að verja tíma með barninu og jafna sig eftir fæðinguna. Þær ættu að ná tengslum við barnið í staðinn fyrir að hugsa um útlitið og líkamann,“ sagði Bijlani. „Það tekur níu mánuði að búa til barnið og móðirin ætti þá að gefa sér að minnsta kosti þann tíma til að jafna sig.“

Miranda Kerr tók þátt í tískusýningu Victoria's Secret stuttu eftir …
Miranda Kerr tók þátt í tískusýningu Victoria's Secret stuttu eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. Ljósmynd/Victoria's Secret
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál