Þráir að halda áfram eftir 10 vikur

Elín Lilja Ragnarsdóttir.
Elín Lilja Ragnarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þá fer nú heldur betur að síga á seinni hlutann á þessu líka skemmtilega heilsuferðalagi mínu. Var pínu óheppin og lagðist i flensu og hef verið alveg ótrúleg lengi að ná upp þreki og þoli. Alveg með ólíkindum hvað maður er fljótur að tapa niður því sem komið var en þetta er allt að koma,“ segir Elín Lilja Ragnarsdóttir í sínum nýjasta pistli en hún er ein af þeim fimm sem taka þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar.

„Nú verður maður að fara að skipuleggja hvað tekur við eftir 10 vikna heilsuferðalagið. Eitt er víst að það er ekki í boði að leggja upp laupana og láta þetta gott heita því maður er nú bara rétt að komast í gírinn. Ég talaði um það hér í byrjun að mig langaði að geta farið að ganga meira og jafnvel á fjöll, samt ekki Everest en svona aðeins minni fjöll. Ég finn það að ég er farin að geta gengið mun lengur en áður án þess að fá verki í bak og mjaðmir sem er mikill léttir. Að komast á Esjuna yrði stór sigur fyrir mig og stefni ég þangað von bráðar.“

Elín Lilja segir það algera draumastöðu ef stelpurnar gætu haldið hópinn í framhaldinu og stofnað gönguklúbb eða eitthvað.

„Svo væri náttúrlega frábært ef við stelpurnar gætum haldið hópinn og jafnvel stofnað gönguklúbb sem hittist kannski einu sinni í viku og gengi saman.

Nú er bara að taka endasprettinn með trompi svo maður nái nú því sem maður lagði upp með í byrjun ferðalagsins.“

Elín Lilja Ragnarsdóttir.
Elín Lilja Ragnarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál