Jurtir gegn svefnleysi og kvíða

Náttúran sér um sína.
Náttúran sér um sína. Skjáskot Mindbodygreen

Það þarf ekki alltaf að hlaupa út í næsta apótek þegar eitthvað bjátar á. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að náttúran á svar við ansi mörgu, líkt og fram kemur í pistli á Mindbodygreen.

Píslarblóm (e. Passion Flower)
Píslarblóm er talið virka vel gegn depurð, kvíða, streitu og svefnleysi.

Lofnarblóm (e. lavender)
Flestir kannast við lyktina af Lofnarblómum, en hún er talin afar róandi. Gott er að setja nokkra dropa af ilmkjarnaolíu á koddann sinn áður en farið er að sofa, eða bæta nokkrum dropum út í sjóðandi vatn og anda gufunni að sér.

Ashwagandha
Þessi jurt með skrýtna nafnið er talin geta lækkað streituhormónið cortisol, auk þess sem hún hefur andoxandi áhrif. Gott er að neyta jurtarinnar í teformi, en hana má einnig fá í hylkjum.

Burnirót (e. Rhodiola)
Rhodiola er frábært til auka orku, draga úr streitu og skerpa minni. Jurtin styrkir mótstöðuafl líkamans gegn streitu auk þess sem hún er talin geta dregið úr líkum á krabbameini.

Kamilla
Það hefur löngum verið þekkt að kamillute er gott fyrir þá sem eiga erfitt með svefn. Jurtin er þó líka talin geta verið góð við gigt og beinþynningu. Þá er hún talin vera bólguhamlandi og góð fyrir liði.

Frekari upplýsingar um þessar, og fleiri, stórmerku jurtir má finna hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál