Morgunrútínan sem fær þig til að hætta að „snooza“

Með því að vakna 15 mínútum fyrr getur dagurinn orðið …
Með því að vakna 15 mínútum fyrr getur dagurinn orðið mun betri. Ljósmynd/Getty Images

Það getur oft verið erfitt að ná sér á fætur á morgnana. Vekjaraklukkan hringir, þú snýrð þér á hina hliðina og blundar í fimmtán mínútur í viðbót. En hvað ef þú sleppir því að ýta á „snooze“-takkann á vekjaraklukkunni og notar þessar fimmtán mínútur á hverjum morgni frekar í sjálfa/n þig?

Það er afar mikilvægt að gefa sér tíma í að rækta sjálfið og eyða tíma með sjálfum sér. Machel Shull sem skrifar á vefinn Mindbodygreen átti eitt sinn afar erfitt með það að ná sér fram úr á morgnana. „Ég var alltaf að flýta mér út á morgnana að reyna að koma börnunum í skólann og mér í vinnuna á réttum tíma. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að fara fyrr að sofa kvöldin og eyða frekar þessum fimmtán mínútum á hverjum morgni í morgunrútínuna mína,“ sagði Shall.

En hvað felst í morgunrútínu Shall? Fyrstu fimm mínúturnar eftir að hún vaknar notar hún í að tengjast líkama sínum. Hún teygir hendurnar upp í loft og niður í gólf og tekur nokkra góða og djúpa andadrætti. Næstu fimm mínúturnar setur hún sér síðan markmið fyrir daginn og stappar í sig stálinu. Síðustu fimm mínúturnar áður en hún skellir sér í sturtu nýtir hún síðan í að búa um rúmið eða taka örlítið til hjá sér.

Nú nýtur Shall hvers morguns í botn og fer ánægð út í daginn.

Það getur verið erfitt að koma sér á fætur á …
Það getur verið erfitt að koma sér á fætur á morgnana. Ljósmynd/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál