Auðveldar leiðir til þess að borða prótín

Það er prótín í hnetusmjöri.
Það er prótín í hnetusmjöri. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er mikilvægt að dreifa prótínneyslunni yfir allan daginn en rannsóknir hafa sýnt að líkaminn byggir 25% hraðar upp vöðva þegar prótín er borðað reglulega. Hins vegar borða flestir meira prótín á kvöldin. Bandaríkjamenn borða til dæmis næstum því þrisvar sinnum meira prótín í kvöldmat heldur en í morgunmat.

Women's Health fór yfir nokkur ráð til að koma jafnvægi á prótínneysluna. 

Hnetusmjör

Gott er að borða nokkrar skeiðar af hollu hnetusmjöri á dag. 

Prótínduft

Þegar tíminn er af skornum skammti er gott að eiga gott prótínduft.

Harðsoðin egg

Það er mikið af prótíni í eggjum. Það er auðvelt að sjóða nokkur saman og eiga í ísskápnum.

Gott er að eiga harðsoðin egg í ísskápnum.
Gott er að eiga harðsoðin egg í ísskápnum. mbl.is/thinkstockphotos

Kínóa

Skiptu hrísgrjónum og núðlum út fyrir kínóa en í því er að finna meira af prótíni.  

Hnetur og möndlur

Settu auka hnetur og möndlur út í múslíið þitt á morgnana.

Orkustykki

Það getur verið gott að hafa með sér orkustykki með prótíni sérstaklega þegar maður verður svangur síðdegis. Passa verður þó að lesa á innihaldið en mörg orkustykki eru jafnóholl og nammi.

Jógúrt

Það er oft hægt að nota grískt jógúrt í staðinn fyrir t.d. rjómaost eða sýrðan rjóma í matreiðslu. Einnig er hægt að nota jógúrt í staðinn fyrir ís og setja ber út á.

Hægt er að nota grískt jógúrt við ýmis tækifæri.
Hægt er að nota grískt jógúrt við ýmis tækifæri. mbl.is/Thinkstockphotos

Maís-snakk

Það er hægt að velja hollt snakk, búið til úr baunum eins og til dæmis maísflögur.

Ostur

Það er mikið prótín í osti svo það getur verið bæði hollt og gott að rífa parmesan yfir salat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál