Einkaþjálfari sannar að Instagram lýgur

Þessar myndir eru teknar með nokkurra sekúndna millibili.
Þessar myndir eru teknar með nokkurra sekúndna millibili. Skjáskot/Instagram

Heilsu- og lífstílsbloggarar hafa verið duglegir upp á síðkastið að afsanna algengar mýtur um hvernig heilbrigðir líkamar líta út á samfélagsmiðlum. Algengt er að þessir bloggarar taki myndir af sér með nokkurra sekúndna millibili til þess að sýna hversu létt er að stilla líkamanum sínum upp fyrir myndavélina svo hann líti betur út.

Oftast eru það kvenkyns bloggarar sem sýna svona myndir til þess að stappa stálinu í ungar konur og minna þær á að það dugi ekkert að vera að bera sig saman við líkamana sem þær sjá á netinu.

Einkaþjálfarinn Sam Wood ákvað því að ganga til liðs við þessa hreyfingu og sýna karlmönnum hversu einfalt það er að blekkja á samfélagsmiðlum og birti tvær myndir á Instagram-síðu sinni sem teknar eru með nokkurra sekúndna millibili. 

„Myndirnar sem þú sérð á samfélagsmiðlum sýna ekki hvernig fólk lítur út í alvöru,“ skrifaði hann undir myndina. „Í staðinn fyrir að bera þig saman við annað fólk eyddu frekar tíma þínum og orku í að einbeita þér að því að vera hamingjusamur, heilbrigður og besta útgáfan af sjálfum þér.“

Sam Wood er einkaþjálfari.
Sam Wood er einkaþjálfari. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál