Ágústa er miklu duglegri að æfa

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar,
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar segir að það skipti mjög miklu máli að vera alltaf í keppni við sjálfan sig. Hún segist taka miklu meira á því eftir að hún fór að nota Myzone, sem er ný púlsmælatækni. 

Í viðtali við Magasínið sagðist hún vera miklu duglegri sjálf að æfa en áður. Rætt var við Ágústu í tilefni af ráðstefnunni Who wants to live forever 8. september í Háskólabíói. 

Ný hvatning í ræktinni

Ágústa deilir því með hlustendum að hún taki til dæmis aldrei lyftuna og þannig noti hún hvert tækifæri til að hreyfa sig eitthvað yfir daginn. Litlu hlutirnir skipti líka máli og nefnir hún sem dæmi að standa upp á hálftíma fresti og hreyfa sig því kyrrsetan sé slæm. Hún segist þó sjálf stundum þurfa að taka sig taki til að drífa sig á æfingu og þessa dagana hefur hún sérlega gaman af nýrri tækni sem nefnist Myzone og er ný púlsmælatækni. Hún segir þessa nýju nálgun í ræktinni vera mögulega eina mestu byltingu síðan spinning hjólin voru tekin inn á stöðvarnar.  

„Þetta er púlsmælakerfi þar sem fólk safnar stigum og þú í raun færð verðlaun fyrir að reyna á þig. Þannig að nú eru fólk alltaf með mælana á sér og það er að keppa,“ segir Ágústa og segir að hver og einn fái fleiri stigi eftir því sem púlsinn fer hærra. Og allir sjá niðurstöðurnar á stórum skjá í rýminu. Eftir æfingu er hægt að kíkja í smásímaforritið eða í tölvuna og maður getur byggt upp æfingasamfélag í kringum þetta. 

„Svo rýnir þú bara sjálfur í niðurstöðurnar eftir því sem þér hentar. Og þú færð tölvupóst eftir hverja æfingu og þar sérðu hvað þú færð í stig og hámarkspúls,“ segir Ágústa og bætir við að þetta sé svo hvetjandi og þetta sé nýjasta nýtt úti í heimi líkamsræktarinnar og að þetta sé orðið mjög vinsælt í Evrópu og Bandaríkjunum. 

Nennir ekki alltaf í ræktina

„Ég er mjög fylgjandi jafnvægi og mæli ekki með öfgum,“ segir Ágústa. Hún segir styrktarþjálfun fyrir vöðvana mikilvæga, tvisvar til þrisvar í viku og svo þurfi að þjálfa hjartað og æðakerfi og það megi gera með röskri göngu, hjóli eða þolþjálfun.“ Svo þurfi að finna hreyfingu sem maður hefur gaman af, því maður gefist alltaf upp ef manni finnst leiðinlegt. Ekki verra að vera með æfingafélaga og tónlist sem maður hefur gaman af. „Í rauninni bara að hreyfa sig alla daga vikunnar án öfga,“ bætir hún við. 

Aðspurð hvort henni finnist aldrei leiðinlegt að fara í ræktina. „Jú, það er nefnilega málið. Oft nenni ég því ekki. En þetta er einmitt einn af þeim hvötum. Ég segi alltaf að besti hvatinn til að drífa sig í ræktina það er að leggja á minnið tilfinninguna sem þú færð eftir góða æfingu. Það er, adrenalínið og endorfínið alveg á fullu. Og ef þú leggur það á minnið, þá hugsar þú um það þegar þú ert löt uppi í sófa og drífur þig í ræktina. Það er alveg geggjað." 

Viðtalið við Ágústu má nálgast í heild hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál