Borðaði hamborgara og franskar alla daga

Mataræði skiptir miklu máli.
Mataræði skiptir miklu máli. skjáskot/Instagram

Jedé Tuncdoruk léttist um 15 kíló eftir að hún skipti hamborgara, frönskum og kókómjólk út fyrir hollari mat. 

Tuncdoruk sem er 22 ára ákvað að taka sig á ásamt systur sinni og sýndi frá ferlinu á samfélagsmiðlum. Ástæðan fyrir því að hún ákvað að létta sig var að henni leið ekki vel í sínum eigin líkama. 

Hún segist aðallega hafa séð mikinn mun á sér vegna þess að áður fyrr var hún ekki að borða skynsamlega. Hún hætti að borða hamborgara og franskar á hverjum degi og fór að borða meira af grænmeti, ávöxtum, hrískökum og hollt morgunkorn eða ristað brauð í morgunmat. 

Tuncdoruk er dæmi um það að það þarf ekki alltaf að hamast í ræktinni til að grennast þó svo að auðvitað að hreyfing sé alltaf af hinu góða. Með því að minnka kaloríuinntöku sína en passa upp á að hún fengi næga næringu missti hún 15 kíló. 

Það eru sífellt fleiri sem kjósa að deila árangursmyndum sínum á netinu líkt og Tuncdoruk gerði. Það er gott aðhald að leyfa öðru fólki að fylgjast með árangri sínum en svo er einnig í fínu lagi að deila því með fólki sem maður er stoltur af. Það var það sem Tuncdoruk gerði einmitt. „Ég hélt að ég gæti þetta aldrei,“ sagði Tuncdoruk um sína reynslu. En eins og sést þá er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Jedé Tuncdoruk hefur minnkað hamborgaraátið.
Jedé Tuncdoruk hefur minnkað hamborgaraátið. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál