Umhverfisvænt & smart

mbl.is/Íslenzka Pappírsfélagið

Íslenzka Pappírsfélagið er netverzlun, sem stofnuð var fyrir um ári síðan af Heiði Reynisdóttur. Henni fannst vanta meira úrval í gjafakorta- og pappírsflóruna þar sem falleg hönnun, samfélagsleg ábyrgð og umhverfisvernd færu saman.

„Ég hamstraði yfirleitt kortapakkningar, borða og bönd í fríum erlendis þar sem úrvalið er meira (eða pantaði með ærnum kostnaði á netinu) en ákvað svo að athuga hvort það væru kannski fleiri á sömu skoðun og ég, og viti menn, sú er raunin,“ segir Heiður. Hún segir að Íslenzka Pappírsfélaginu hafi verið tekið fagnandi.

„Svo er verðinu haldið á skynsömum nótum með rekstri búðar á netinu. Hugmyndin gengur út að eiga kost á því að setja góða gjöf í fallegan búning í sátt við umhverfið og samviskuna. Svo má endurnýta svo margt af vörunum – strauja borðana eftir notkun, fara vel með og geyma ókrumpaðan pappír til að nota næst. Bakaraböndin umhverfisvænu hafa líka verið ótrúlega vinsæl enda hægt að nota á svo margan hátt. Ég var t.d. með matargjafaþátt í blaðinu VETUR sem er nýkomið út, þar sem markmiðið var að gera eitthvað einfalt en setja það svo í sætan búning með einhverju sem oft er til á flestum heimilum. Stundum þarf bara smjörpappír, afgangsband og útklipptan sætan miða til að slá í gegn í boðinu, ef innihaldið er þokkalegt.“

Til að komast í meiri snertingu við viðskiptavini, sem verzla á netinu og Heiður sér sjaldnast, fór fyrirtækið í samstarf við Jónsdóttur & Co. „Við settum upp „pop up“ verzlun á Laugavegi í byrjun nóvember. Það er ofsalega skemmtilegt samstarf og gaman að vera miðbæjarkaupmaður - geta spjallað svolítið við kúnnana. Næsta „pop up“ verður einmitt 3. og 4. desember á Laugavegi 97. Þá verður komin meiri jólastemning og við notalegu afgreiðsludömurnar stöndum vaktina.“

mbl.is/Íslenzka Pappírsfélagið
mbl.is/Íslenzka Pappírsfélagið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál