Ásmundur Stefánsson selur 110 milljóna hús

Borðstofan er einstaklega falleg og græni skápurinn setur heimilislegan svip …
Borðstofan er einstaklega falleg og græni skápurinn setur heimilislegan svip á rýmið.

Við Mávanes í Arnarnesinu í Garðabæ stendur eitt mest sjarmerandi hús landsins. Það var byggt 1968 og er 582 fm að stærð. Húsið stendur á sjávarlóð og er guðdómlegt útsýni út á haf. Þegar húsið var myndað skein janúarsólin skært og umhverfið því einstaklega sjarmerandi.

Húsið var teiknað af Guðmundi Kr. Kristinssyni og er klætt með múrsteinum að hluta til.

Hagfræðingurinn Ásmundur Stefánsson festi kaup á húsinu 1990 ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur. Húsið keyptu þau af Davíð Scheving Thorsteinssyni, forsvarsmanni Sólar, en hann festi kaup á húsinu 1970.

Í húsinu er lokaður leynigarður en þar er líka frístundaherbergi og gufubað svo eitthvað sé nefnt. Húsið er rúmgott og fallegt en það sem gerir það einna helst sjarmerandi er skipulagið á því, gluggarnir sem ná niður í gólf og auðvitað múrsteinsklæðningin - hún er einstök.

HÉR er hægt að skoða húsið nánar.

Borðstofan frá öðru sjónvarhorni.
Borðstofan frá öðru sjónvarhorni.
Gluggarnir í stofunni setja mikinn svip á húsið.
Gluggarnir í stofunni setja mikinn svip á húsið.
Eldhúsið er rúmgott með nægu skápaplássi.
Eldhúsið er rúmgott með nægu skápaplássi.
Eldhúsið er vandað og fallegt.
Eldhúsið er vandað og fallegt.
Það eru skrautlegar flísar á baðherberginu.
Það eru skrautlegar flísar á baðherberginu.
Baðherbergið er huggulegt.
Baðherbergið er huggulegt.
Það er salerni inn af hjónaherberginu.
Það er salerni inn af hjónaherberginu.
Garðurinn fyrir utan húsið er sjarmerandi.
Garðurinn fyrir utan húsið er sjarmerandi.
Hér er aldeilis hægt að hafa það notalegt.
Hér er aldeilis hægt að hafa það notalegt.
Við húsið er sólstofa.
Við húsið er sólstofa.
Gólfið í stofunni er vandað og glæsilegt. Um er að …
Gólfið í stofunni er vandað og glæsilegt. Um er að ræða parket með fiskibeinamunstri.
Útsýnið úr stofunni er engu líkt.
Útsýnið úr stofunni er engu líkt.
Horft út á haf.
Horft út á haf.
Garðurinn í kringum húsið er vel hannaður.
Garðurinn í kringum húsið er vel hannaður.
Svona lítur húsið út frá götunni en það er klætt …
Svona lítur húsið út frá götunni en það er klætt með múrsteinum.
Þessi mynd var tekin af húsinu að utan í janúarsólinni.
Þessi mynd var tekin af húsinu að utan í janúarsólinni.
Í húsinu er gufubað.
Í húsinu er gufubað.
Í frístundaherberginu er hægt að leika sér.
Í frístundaherberginu er hægt að leika sér.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál