Gerir heimilið upp smátt og smátt

Margrét Elín Ólafsdóttir.
Margrét Elín Ólafsdóttir. Ljósmynd/ Guðmundur Karl

Margrét Elín Ólafsdóttir, eiginmaður hennar og tveir synir fluttu inn á notalega heimilið sitt í fyrrasumar eftir að hafa búið erlendis í níu ár. Þau hafa smátt og smátt verið að gera heimlið upp síðan þau fluttu inn og núna seinast tóku þau eldhúsið í gegn. „Við byrjuðum á því að mála allt og slípa parketið áður en við fluttum inn. Síðan erum við búin að taka baðherbergið og eldhúsið alveg í gegn með hjálp Helenu Björgvinsdóttur, vinkonu minnar. Hún er arkitekt og algjör snillingur í að hanna rými og koma með góðar hugmyndir,“ útskýrir Margrét.

Hver er uppáhalds staðurinn þinn heima? „Eftir að við fengum nýju borðstofustólana þá sit ég ansi oft í þeim þegar ég er til dæmis að læra. Þetta eru ótrúlega þægilegir stólar. Þannig að ég verð að segja stofan.“

Hver er þín uppáhalds verslun? „Þegar ég bjó úti þá var Zara home í bænum sem ég bjó og það var alltaf gaman að skoða þar. En hér heima myndi ég segja Motivo og Epal. En annars eru alveg ótrúlega margar skemmtilegar verslanir og netverslanir hér á Íslandi sem erfitt er að gera upp á milli.“ 

Hver er uppáhalds hluturinn þinn? „Ég á mér ekki neinn einn uppáhalds hlut. En ég held mikið upp á Kubus kertastjakann minn, hornin og útvarpið sem við fengum á flóamarkaði í Póllandi.“

Áttu þér uppáhalds húsgagn? „Ætli það séu ekki bara borðstofustólarnir okkar.“

Er eitthvað tískutrend eða hönnun sem þér þykir ofmetin? „Ég er lítið að velta mér upp úr því, hver og einn hefur sinn eigin stíl og smekk.“

Ertu dugleg að taka til og henda því sem þú notar ekki? „Já, mér finnst fátt leiðinlegra en að vera með of mikið drasl og dót í kringum mig.“ 

Finnst þér gaman að fá gesti heim? „Já það er alltaf gaman að fá fólk heim í gott spjall. Og algjör snilld eftir að við breyttum eldhúsinu og einhver kemur á meðan ég er að stússast þar.“

Hvað ertu með uppi á veggjum? „Myndir af fjölskyldunni, myndir sem minna mig á dvöl okkar erlendis og til dæmis myndir frá Vee Speers.“

Hvaða hlut eða húsgagn dreymir þig um að eignast? „Mig dreymir um að kaupa string pocket hillu á eldhúsvegginn.“

Áttu einhver ómissandi húsráð? „Bara þetta týpíska, ganga frá jafnóðum og taka til hendinni reglulega. Síðan er mjög sniðugt að skoða Pinterest og fá hugmyndir þaðan áður en maður fer í það að breyta einhverju.“

Margrét tók eldhúsið nýverið í gegn með hjálp vinkonu sinnar.
Margrét tók eldhúsið nýverið í gegn með hjálp vinkonu sinnar. Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Fallegir púðar lífga upp á gráa sófann.
Fallegir púðar lífga upp á gráa sófann. Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Margrét keypti útvarpið í Póllandi.
Margrét keypti útvarpið í Póllandi. Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Útvarpið tekur sig vel út í tekk-hillunni.
Útvarpið tekur sig vel út í tekk-hillunni. Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Margrét tók baðherbergið í gegn á sínum tíma.
Margrét tók baðherbergið í gegn á sínum tíma. Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Í barnaherberginu.
Í barnaherberginu. Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Borðstofustólarnir eru vikilega þægileger að sög Margrétar.
Borðstofustólarnir eru vikilega þægileger að sög Margrétar. Ljósmynd/ Guðmundur Karl
Margrét heldur mikið upp á hornin sem prýða vegginn.
Margrét heldur mikið upp á hornin sem prýða vegginn. Ljósmynd/ Guðmundur Karl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál