9 herbergja hönnunarhöll í Fossvogi

Eldhúsið er guðdómlega fallegt. Marmarinn setur svip sinn á eldhúsið …
Eldhúsið er guðdómlega fallegt. Marmarinn setur svip sinn á eldhúsið og gerir það ennþá vandaðra. Ljósmynd/fasteignaljósmyndun

Við Undraland í Fossvogi stendur glæsilegt 9 herbergja einbýlishús. Búið er að gera húsið upp á yfirmáta smekklegan hátt. Húsið, sem byggt var 1972 er 305 fm að stærð. Í síðasta ári var húsið endurnýjað mikið en þó ekki þannig að sjarmi 1972 fái ekki að njóta sín. Upprunalegar innihurðir eru í húsinu og tréverk, arinn og hraunaðir veggir eru allir á sínum stað. Þegar búið er að skipta um eldhúsinnréttingu, gólfefni á efri hæð og taka niður veggi verður heildarmyndin sjarmerandi eins og sést á myndunum. 

Húsið er á tveimur hæðum og með aukaíbúð á neðri hæð. Í kringum húsið er stór garður og er mikil veðursæld á þessum slóðum allan ársins hring. 

Í eldhúsinu er búið að setja dökkbæsaðar innréttingar og marmaraborðplötur sem eru yfirmáta sjarmerandi. Opið er inn í borðstofu og inn í arinstofu og stofu. 

Af fasteignavef mbl.is: Undraland 6

Eigendur hússins eru ungir og töff með gott auga fyrir hönnun. Þetta er ekki fyrsta húsið sem þau gera upp því fyrir tveimur árum settu þau hús sitt við Vogaland á sölu en það er í næstu götu við Undraland. 

Frétt af Smartlandi: Einstakur stíll í Fossvogi

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál