Fallegt heimili í Fossvogi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Selma Svavarsdóttir viðskiptafræðingur sem starfar hjá Landsvirkjun hefur búið sér og fjölskyldu sinni smekklegt og persónulegt heimili í Fossvogi. Selma, sem er fagurkeri fram í fingurgóma, rekur jafnframt vefverslunina Heimilisfélagið sem hún sinnir í frístundum, enda mikil áhugamanneskja um hönnun. 

Selma Svavarsdóttir segir engan ákveðinn stíl einkenna heimilið. „Ég blanda bara saman því sem mér finnst fallegt og höfðar til mín og reyni að gera huggulegt,“ útskýrir hún og segist undanfarin ár hafa nánast eingöngu lagt áherslu á að gera heimilið hlýlegra. „Ég hef lagt áherslu á að bæta lýsinguna, koma fyrir plöntum, teppum og bætt við hlutum úr keramik, gleri og við. Mér finnst hlutir í náttúrulegum litum fallegir við flotaða gólfið okkar og dökkbláu veggina. Svo eru margir af uppáhaldshlutunum mínum í sterkum litum og þeir njóta sín virkilega vel í þessu umhverfi.“

Selma segir flesta nýja hluti á heimilinu undanfarið koma úr Heimilisfélaginu. „Enda fást í Heimilisfélaginu eingöngu hlutir sem mig dauðlangar í fyrir heimilið, sjálfa mig eða heimilisfólkið.“

Hvað varðar innblástur segir Selma sér finnast notalegt að fara á kaffihús og blaða í gegnum tímarit og reynir að gera mikið af því. „Annars tollir eins og hálfs árs strákurinn minn ekki inni á kaffihúsi og hleypur bara út, þannig að það hefur aðeins dregið úr kaffihúsaferðum undanfarna mánuði. En svo er alltaf hægt að stóla á að fá innblástur á Pinterest, en ég nota það meira ef ég er að leita markvisst að einhverju afmörkuðu.“

Selma segir eldhúsið uppáhaldsstaðinn sinn á heimilinu enda afskaplega vel heppnað rými. „Við skiptum um eldhús fyrir tveimur árum og nú finnst mér það vera búið að taka á sig góða mynd. Annars erum við mikið niðri í mjúka sjónvarpssófanum okkar og næst á dagskrá er að gera það rými huggulegra,“ útskýrir hún.

Spurð að lokum hvað sé í eftirlæti í hverfinu segir Selma það sem hana vanti tilfinnanlega í Fossvoginn vera kaffihús, með góðu kaffi, netsambandi og tímaritum til að glugga í. „Ég er búin að útfæra þetta kaffihús í huganum, útlitið, veitingarnar og líka praktísku hliðarnar og bíð spennt eftir aðilanum sem dembir sér í þetta. Ég skal aðstoða!“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Selma Svavarsdóttir.
Selma Svavarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál