Ein fallegasta íbúð landsins

Við Ásvallagötu í Reykjavík hefur fjölskylda komið sér fyrir á mjög heillandi hátt. Hér er sko ekkert svart og hvítt heldur bjartir litir. Rauður stóll við túrkísbláan sófa fer vel við fiskibeinaparketið. 

Íbúðin er 148 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 1949. Eldhúsið er ekki opið inn í stofu heldur í herbergi við hliðina á stofu og borðstofu. Hægt er að loka því af með rennihurðum. 

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með bláu gleri á milli skápa. Í eldhúsinu er eyja og við hana eru appelsínugulir og rauðir barstólar. 

Í borðstofunni hanga ansi flott brass-ljós yfir borðstofuborðinu. Þau heita Multi Lite og eru eftir Louis Weisdorf. Ljósin voru hönnuð 1972 og hafa sést töluvert í erlendum hönnunartímaritum upp á síðkastið. 

Á heimilinu er tekk-húsgögnum blandað við klassíska hönnun eins og Eggið hans Arne Jacobsen og Eames-stóla. Hver hlutur á sinn stað og sjarminn leynir sér ekki eins og sést á myndunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Ásvallagata 26

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál