Sjarmerandi fjölskylduheimili

Hér hefur fjölskylda hreiðrað um sig á heillandi hátt. Opið eldhús, stórir gluggar og huggulegar mublur einkenna íbúðina sem er við Vatnsholt í Reykjavík. 

Íbúðin er 170 fm og stendur í húsi sem byggt var 1965. Þar af er 25 fm bílskúr. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með eikar-borðplötum. Ljósbláir veggir prýða eldhúsið og passa þeir vel við innréttinguna og eldhúsmunina. Til að skapa stemningu eru gamaldags barstólar með rauðri vínylsessu. 

Stofan er hlýleg og í íbúðinni er plássið nýtt mjög vel. Á ganginum er til dæmis vinnuaðstaða fyrir tvo svo dæmi sé tekið. 

Af fasteignavef mbl.is: Vatnsholt 4

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál