Rakel hannar kertastjaka með Reflection

Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar hannaði kertastjaka með danska hönnunarfyrirtækinu …
Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar hannaði kertastjaka með danska hönnunarfyrirtækinu Reflection Copenhagen. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar hannaði kertastjaka með eigendum Reflections Copenhagen. Fyrirtækið er þekkt fyrir guðdómlega hönnun úr kristal og hefur verið mikið skrifað um fyrirtækið í erlendum hönnunarblöðum og vefmiðlum. 

„Þær Julie Hugau og Andrea Larsson eru hönnuðurnir á bak við Reflection. Julie langaði svo til þess að gera nýja vöru sem væri eingöngu fyrir okkur og fórum í það að búa til þennan yndislega stjaka. Ég var stödd úti í Kaupmannahöfn hjá þeim í janúar og við fórum á flug að hanna stjakann,“ segir Rakel Hlín.

Hún segir að það hafi ekki komið neitt annað til greina en að stjakinn væri bleikur og eins og demantur.

„Hann varð að vera bleikur og demantur. Við byrjuðum að púsla saman, áttum frábæra stund á vinnustofunni og úr varð Augusta. Íslendingar eru sjúkir í Reflections Copenhagen. Kertastjakarnir og vasarnir eru svo ótrúlega fallegir og öðruvísi. Minna svo á gamla tíma þegar kristall var svo mikið í tísku en á nútímalegan máta,“ segir Rakel. 

Svona lítur stjakinn út sem Rakel hannaði með eigendum Reflections …
Svona lítur stjakinn út sem Rakel hannaði með eigendum Reflections Copenhagen.
Hér má sjá demanta-speglaborð frá Reflection Copenhagen.
Hér má sjá demanta-speglaborð frá Reflection Copenhagen.
Á þessari mynd er gullspegill frá Reflection Copenhagen.
Á þessari mynd er gullspegill frá Reflection Copenhagen.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál