Slegist um 200 þúsund króna bílskúr

Hægt er að leigja bílskúrinn á 190 þúsund krónur á …
Hægt er að leigja bílskúrinn á 190 þúsund krónur á mánuði. skjáskot/Facebook

Það hefur varla farið framhjá neinum að ástandið á húsnæðismarkaðnum er mjög slæmt. Það sýnir sig einna best á því að nú er slegist um innréttaðan bílskúr í Garðabænum en leiguverðið er 190.000 krónur á mánuði. 

Bílskúrinn, sem er tæplega 60 fermetrar, var auglýstur í dag, mánudag, á leigusíðu á Facebook. Hann er vel útbúinn með eldhúsinnréttingu og baðherbergi en er í grunninn bílskúr og þar af leiðandi er ekki hægt að fá húsaleigubætur. 

Ef marka má Facebook lítur út fyrir að fólk muni slást um bílskúrinn. Auglýsingin var ekki búin að vera lengi inni þegar fólk tilkynnti auglýsandanum um að hann ætti einkaskilaboð frá þeim. Einhverjir bentu þó á að þetta væri fullmikið fyrir húsnæði af þessari tegund. 

Bílskúrnum hefur verið smekklega breytt í íbúðarhúsnæði.
Bílskúrnum hefur verið smekklega breytt í íbúðarhúsnæði. skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál