Fangelsi breytt í lúxushótel

Fangelsum út um allan heim hefur verið breytt í hótel.
Fangelsum út um allan heim hefur verið breytt í hótel. skjáskot/TheLiberty Hotel

Það eru ekki margir sem geta ímyndað sér að borga tugi þúsunda króna til þess að gista í fangelsi yfir nótt. Samt sem áður hefur mörgum fangelsum út um allan heim verið breytt í falleg lúxushótel sem fólk keppist um að fá að gista í.

Hér eru þrjú af þeim áhugaverðustu:

Four Seasons Sultanahmed, Istanbúl. 

Fimm stjörnu hótelið, sem var áður 100 ára tyrkneskt fangelsi, er staðsett í fimm mínútna fjarlægð frá helstu áfangastöðum Istanbúl. Það eru aðeins 54 herbergi og 11 svítur með baðherbergjum úr marmara. Viðarhurðir sem vísa inn í anddyri hótelsins eru þær sömu og á fangelsinu og eru nöfn fyrrverandi fanga grafin inn í marmarasúlur hótelsins. 

The Liberty, Boston. 

Þetta hótel var eitt sinn Charles Street-fangelsið sem var byggt árið 1851. Á hótelinu eru 298 herbergi og svítur þar sem hvert herbergi er með einkabar og hægt er að fara í jóga á sunnudögum. Það var ekki fyrr en 1990 sem fangelsinu var breytt í hótel og er veitingastaður hótelsins, Clink, enn með stálrimla fyrir gluggum sínum. 

Sofitel Luang Prabang, Laos. 

Þetta fimm stjörnu hótel er með 23 herbergi sem eru öll með sinn eigin garðskála, sum herbergi eru einnig með einkasundlaug. Það er alveg hreint ótrúlegt að þetta hafi einhvern tímann verið fangelsi þar sem lúxusinn er allsráðandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál