Eitt sturlaðasta útsýni sem sögur fara af

Ljósmynd/Mike Kelley

Húsin í hæðum Hollywood í Los Angeles eru oft og tíðum stórbrotin. Það á einmitt við hér en það var Saota arkitektastofan sem hannaði þessa útsýnishöll sem er staðsett á þessum eftirsótta stað. Fólk sem er nýkomið af lofthræðslunámskeiði myndi kannski ekki kaupa það - en hinir myndu án efa gera það ef þeir ættu peninga eða væru með lánshæfi þar sem verðbólgan væri ekki 10%. 

Arkitektastofan sótti innblástur í Stahl-húsið sem hannað var af Pierre Koenig 1959. Stahl-húsið er sögufrægt en það komst á lista yfir flottustu hús Bandaríkjanna en á listanum eru 140 hús.

Útsýnið úr húsinu er án hliðstæðu.
Útsýnið úr húsinu er án hliðstæðu. Ljósmynd/Mike Kelley

Það er hægt að telja upp marga kosti hússins sem Saota arkitektastofan hannaði. Úr húsinu er til dæmis útsýni út á Santa Monica, sem er einn skemmtilegasti staður Los Angeles. Þar búa einmitt íslensku arkitektahjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson sem hafa hannað mörg einstök heimili. 

Ljósmynd/Mike Kelley

Kassalaga línur einkenna húsið en aðkoman að húsinu er þó ekki kassalaga heldur í boga. Þegar keyrt er upp að húsinu má ekki sérstaklega búast við því að um eitthvað stórvirki sé að ræða því framhliðin er frekar einföld. Húsið er klætt með múrsteinum og trjám er plantað fallega í kringum húsið að framanverðu. 

Í húsinu er þess gætt að útisvæði og innisvæði spili saman sem ein heild. Það er til dæmis bæði sundlaug og bar í garðinum. Ef fólki finnst gaman að fara í sund og fá sér smá í tána þá er þessi íverustaður kjörinn. 

Ljósmynd/Mike Kelley

Í garðinum er líka gasarinn í slíkir gripir njóta mikilla vinsælda í Los Angeles. Þegar húsið var hannað var lögð rík áhersla á að það væri sem best útsýni úr öllum rýmum hússins. Eins og sést hefur það tekist prýðilega. 

Fasteignaljósmyndarinn Mike Kelley myndaði húsið en hann sérhæfir sig í fasteignaljósmyndum. Á heimasíðu hans er hægt að sjá framúrskarandi myndir af glæsihúsum heimsins. 

Ljósmynd/Mike Kelley
Ljósmynd/Mike Kelley
Ljósmynd/Mike Kelley
Ljósmynd/Mike Kelley
Ljósmynd/Mike Kelley
Ljósmynd/Mike Kelley
Ljósmynd/Mike Kelley
Ljósmynd/Mike Kelley
Ljósmynd/Mike Kelley
Ljósmynd/Mike Kelley
Ljósmynd/Mike Kelley
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda