c

Pistlar:

22. desember 2011 kl. 8:07

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Fókus um jólin

gallexier_1127419.jpgHjá flestum breytast allar áherslur yfir jólahátíðina. Við vökum lengur en vanalega, við borðum meira og öðruvísi mat en við borðum vanalega, við mætum ekki í ræktina og við gleymum að taka bætiefnin okkar. Jafnvel þótt ekki sé um marga daga að ræða þá einhvern veginn missum við fókus og náum honum oft ekki aftur fyrr en að þrettán dögum liðnum.

Ég er engin undantekning í þessum málum, en held mig þó við ákveðnar venjur sem ég bregð ekki útaf, jafnvel þótt um jól sé að ræða. Ég gæti þess alltaf að borða samskonar morgunmat og ég geri alla jafnan. Bústdrykkurinn minn með chia fræjum, prótín- og chlorelladufti er alltaf á matseðlinum, sama hvaða dagur vikunnar er og hvort sem það eru jól eða ekki. Eins passa ég upp á að taka alltaf inn þau bætiefni sem ég tek vanalega inn. Ef við þurfum einhvern tímann á þeim a halda, þá er það yfir hátíðarnar þegar við neytum annars konar matar en vanalega. Ónæmiskerfið okkar er þá undir meira álagi en aðra daga ársins og ef það fær ekki stuðning einhvers staðar frá, þá bregst það. Þeir sem ekki veita því einhvern stuðning fá oft flensu eftir áramótin, en það gera einmitt ótrúlega margir.

Gott fjölvítamín, burnirót (arctic root), Q10 með auka Ubuqinol og svo D-vítamíndropar ættu að mínu mati að vera á matseðli okkar alla daga, einkum og sér í lagi á þessum árstíma - og er ekki úr vegi að taka inn Gallexier meltingarhvatann, sem hjálpar okkur að brjóta niður feitan mat. Þótt freistingarnar séu alls staðar, þá þarf ekki að falla fyrir þeim öllum.

Neytendaupplýsingar: Ofangreind bætiefni fást í öllum helstu heilsuvöruverslunum, matvörumörkuðum og lyfjabúðum landsins.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira