c

Pistlar:

1. janúar 2012 kl. 20:12

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Hreinsum líkamann

triphala.jpgGleðilegt ár 2012! Ég held þetta verði spennandi ár, því það er bæði hlaupaár og með samtöluna 5, en hún gefur til kynna ár breytinga. Þær breytingar geta haft áhrif á eigið líf, starfsvettvang og búsetu svo eitthvað sé nefnt, þannig að það er eins gott að vera sveigjanlegur og taka með jákvæðu hugarfari á móti öllu því sem upp kemur.

Margir setja sér markmið um áramót og einhver þeirra snúa að betri heilsu og bættu líferni. Sumir vilja gjarnan láta alla jóladagana líða, það er bíða fram yfir þrettándann, áður en farið er að vinna að markmiðunum á meðan aðrir hefjast handa strax fyrsta dag ársins. Eitt af því sem er alltaf efst á markmiðalista mínum í upphafi árs er að hreinsa líkamann eftir jólamatinn. Meltingarvegurinn er þar í fyrirrúmi, en um leið og léttir á honum hverfur líka allt slím úr nefi og hóstakjöltur, svo allt er þetta samtengt.

Mér finnst gott að nota Triphala, sem er hefðbundin Ayurvedísk (Indversk) jurtablanda, sem styrkir og styður við eðlilega starfsemi í meltingarveginum. Hann þarf á styrkingu að halda, því slímhúðin í honum hefur tilhneigingu til að verða ónæm fyrir fæðunni sem sífellt þrýstir á veggi meltingarvegarins og þá dregur úr starfseminni. Margir tala þá um latan ristil. Í hvert skipti sem fæðu er neytt framleiðir meltingarvegurinn ákveðið slímmagn sem á í raun að auðvelda fæðunni að renna í gegnum hann. Þetta slím hefur tilhneigingu til að safnast saman í lötum ristli og setjast á þarmatoturnar sem eiga að taka til sín næringuna.

Í Triphala eru þrjár jurtategundir sem styðja og styrkja meltingarveginn.
1) Amalaki sem er ávöxtur sem hjálpar meltingarveginum að gera við sig.
2) Bibhitaki sem losar gamalt slím af veggjum meltingarvegarins.
3) Haritaki sem styrkir vöðvana í meltingarveginum, þannig að þeir hafa meiri hreyfigetu til að flytja fæðu eða úrgang áfram.

Ekki er hætta á að maður verði háður Triphala. Um leið og léttir á ristlinum og meltingarvegurinn virðist vera orðinn góður er auðvelt að hætta að nota það.

Heimildir: http://www.lifespa.com/product.aspx?prod_id=164  
Neytendaupplýsingar: Fæst í heilsuvöruverslunum og apótekum víða um land.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira