Glæsilegustu hinsegin pör landsins

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í tilefni Hinsegin daga ákvað Smartland Mörtu Maríu að taka saman lista yfir nokkur af glæsilegustu hinsegin pörum landsins. Úr nógu var að velja enda er landið fullt af glæsilegum hinsegin pörum. 

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir 

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra Íslands, og eiginkona hennar Jónína Leósdóttir, rithöfundur og blaðamaður, verma að sjálfsögðu sæti yfir glæsilegustu hinsegin pör Íslands. Jóhanna er fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands en því embætti gegndi hún árin 2009–2013. Þá er hún fyrsta opinberlega samkynhneigða konan sem gegnir starfi forsætisráðherra á heimsvísu. Þær Jóhanna og Jónína eru stórglæsilegt par.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Fox Fisher.
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Fox Fisher. Ljósmynd/Facebook

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Fox Fisher

Þau Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Fox Fisher eru afar glæsilegt par. Þau eru bæði trans-aktivistar og er Ugla Stefanía til að mynda í stjórn Samtakanna 78 og hefur verið áberandi í réttindabaráttu trans-fólks. Saman hafa þau gefið út nokkur myndbönd á Youtube þar sem þau ræða um málefni trans-fólks og hinsegin fólks. Þetta glæsilega par vermir að sjálfsögðu sæti á listanum.

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson.
Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson

Þá Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, og Felix Bergsson, leikara og dagskrágerðarmann, þarf vart að kynna. Í janúar vildu margir sem tóku þátt í viðhorfakönnun Gallup fá Baldur sem næsta forseta lýðveldisins Íslands og fá þá Felix til þess að flytjast á Bessastaði. Því verður ekki neitað að þeir Baldur og Felix eru hrikalega flottir saman.

María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir.
María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir 

Þær María Rut Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, og Ingileif Friðriksdóttir, laganemi og blaðamaður, eru glæsilegar saman. Þær halda úti Hinseginleikinn á Snapchat sem ætlað er til að fræða ungmenni um hinseginveruleika, stuðla að vitundarvakningu og draga úr staðalímyndum.

Helgi Ómarsson og Kasper Kramer.
Helgi Ómarsson og Kasper Kramer. Ljósmynd/Aðsend

Helgi Ómarsson og Kasper Kramer 

Þeir Helgi Ómarsson og Kasper Kramer verma að sjálfsögðu sæti á listanum enda afar glæsilegir saman. Helgi er ljósmyndari og lífstílsbloggari á vefsíðunni Trendnet en Kasper starfar í markaðsmálum hjá Magasin du Nord. Saman búa þeir í Kaupmannahöfn en kíkja reglulega til Íslands.

Ármann Skæringsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Ármann Skæringsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Ármann Skæringsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson 

Þeir Ármann Skæringsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson eru stórglæsilegt par og verma að sjálfsögðu sæti á listanum. Friðrik Ómar hefur verið afar áberandi í íslensku tónlistarsenunni og tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2006.

Eva María Þórarinsdóttir og Birna Hrönn Björnsdóttir.
Eva María Þórarinsdóttir og Birna Hrönn Björnsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eva María Þórarinsdóttir og Birna Hrönn Björnsdóttir 

Þær Eva María Þórarinsdóttir og Birna Hrönn Björnsdóttir eru glæsilegar saman. Þær eiga og reka ferðaþjónustuna Pink Iceland en auk þess er Eva María formaður Hinsegin daga. Þetta glæsilega par komst auðvitað á listann.

Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson ásamt Marsibil Bragadóttur Mogensen.
Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson ásamt Marsibil Bragadóttur Mogensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson 

Þeir Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson eru stórglæsilegir saman. Báðir eru þeir miklir matgæðingar og heldur Albert úti blogginu Albert í eldhúsinu. Að sjálfsögðu verma þeir Bergþór og Albert sæti á listanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál