Þorrablót Aftureldingar var haldið á laugardagskvöldið í Varmá í Mosfellsbæ. Stuð og stemning var á liðinu.
Boðið var upp á hefðbundinn þorramat og svo gat hver og einn drukkið eins og hann lysti á barnum. Mosfellingar kunna sér hóf og því fór skemmtunin vel fram.
Eins og sést á myndunum var gleði og glaumur í loftinu og allir í sínu fínasta pússi.