Á tvo elskhuga en þeir eru grunlausir

Að eiga tvo elskhuga getur verið krefjandi og tímafrekt.
Að eiga tvo elskhuga getur verið krefjandi og tímafrekt.

„Þegar sonur minn fór að heiman fór barnsfaðir minn til sinnar fyrrverandi kærustu. Eftir nokkur ár fór ég svo að „deita“ upp á nýtt og núna hef ég átt í ástarsambandi við tvo mismunandi menn í einu í sex mánuði. Þeir vita ekki af hvor öðrum en hvorugur þeirra hefur talað um að við séum „exclusive“. Ég gæti alveg haldið þessu áfram aðeins lengur en vinir mínir segja það ósanngjarnt. Hvað finnst þér,“ segir lesandi Mail Online í spurningu sinni til Rowan Pelling sem sér um að svara spurningum er varða sambönd, kynlíf og annað í þeim dúr.

Pelling segir erfitt að svara þessari spurningu. „Það fer eftir ýmsu. Hafa þeir einhvern tímann rætt um hvort að þeir væri sáttir við að vera í opnu sambandi? Ef ekki þá ertu mögulega í vandræðum. Fáir tala um skuldbindingu snemma í sambandinu en það þýðir ekki að þau vilji ekki hefðbundið samband. Ég velti líka fyrir mér hvað þér þykir í raun og veru um þetta tvöfalda samband. Ef þetta eitthvað sem þú stundaðir áður en barnsfaðir þitt yfirgaf þig? Finnst þér kannski eins og þú getur ekki treyst neinum,“ spyr Pelling.

„Það er ekkert að því að vilja sletta úr klaufunum en þú þarft að sjá til þess að allir séu á sömu blaðsíðu. Þú ættir að sýna öðrum þá virðingu sem þú villt að aðrir sýni þér. Það lítur allt út fyrir að þú viljir ekki gera upp á milli en þú getur ekki „deitað“ báða mennina endalaust. Það er krefjandi að sinna tveimur elskhugum í einu, sérstaklega í leyni. Heldur þú að þú getir nokkurn tímann treyst þeim ef þú ert ekki traustsins verð sjálf?“ segir Pelling að lokum sem mælir með að veða heiðarleg og segja mönnunum sannleikan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál