Svona má hressa upp á forleikinn

Stundum er bráðnauðsynlegt að hrista upp í hlutunum.
Stundum er bráðnauðsynlegt að hrista upp í hlutunum. Skjáskot Prevention

Það sem virkaði vel á fyrstu stigum sambandsins  á það til að verða fremur þreytt eftir nokkurn tíma. Ef þú kannast við forleiksleiða er hugsanlega einhverju af eftirfarandi um að kenna.

Þú sleppir ekki fram af þér beislinu
Ef þú ert annars hugar er líklegt að þú munir ekki njóta kynlífsins til fullnustu. Lærðu að sleppa tökunum og reyndu að einbeita þér að andartakinu. Stúderaðu líkama bólfélaga þíns og vertu með hugann við það sem er að gerast í þínum eigin. Mundu að þú átt skilið að taka þennan tíma frá fyrir sjálfa þig.

Þú segir ekki hug þinn
Gefðu maka þínum vísbendingar, í stað þess bíða þess að hann finni upp á einhverju sem kveikir í þér. Þú getur til dæmis hvíslað nokkrum vel völdum orðum í eyra hans, eða fært hönd hans, munn eða hvað svo sem þarf að færa, á betri stað.

Þið eruð föst í rútínu
Ef þið notist ávallt við sömu rútínu verður forleikurinn hreinlega leiðinlegur. Prufið að hrista upp í hlutunum. Eruð þið í stuði fyrir rómantík og innileika, meiri nánd eða viljið þið sleppa alveg fram af ykkur beislinu? Veljið þá stellingar og blíðuhót eftir því.

Þú stundar ekki sjálfsfróun
Ef þú stundar sjálfsfróun reglulega mun löngun þín í kynlíf líklega aukast. Auk þess er ósanngjarnt að ætlast til þess að maki þinn þekki líkama þinn ef þú gerir það ekki.

Stundum má forleikurinn gleymast
Forleikur þarf ekki alltaf að fylgja kynlífi. Stundum er einn stuttur bara akkúrat það sem þið eruð í stuði fyrir.

Fleiri ráð má lesa á vef Prevention

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál