Bjóddu gerviliminn velkominn

Gervilimi þarf ekki að nota í einrúmi.
Gervilimi þarf ekki að nota í einrúmi. Thinkstock / Getty Images

Rapphljómsveitin Reykjavíkurdætur gerði allt vitlaust á dögunum þegar þær komu fram í Vikunni, spjallþætti Gísla Marteins. Skiptar skoðanir voru á ágæti atriðisins og skiptist fólk í tvær fylkingar, þeim sem þótti atriðið hinn mesti ósómi og þeim sem þótti flutningurinn hin fínasta skemmtun.

Það sem fór helst fyrir brjóstið á frómum áhorfendum var annars vegar orðbragð dætranna, og hins vegar áfestur gervilimur sem Anna Tara Andrésdóttir skók frygðarlega út í loftið.

Hér verður svo sem ekki tekin afstaða, enda sýnist sitt hverjum. En fyrst  dæturnar opnuðu á umræðuefnið er ekki úr vegi að fjalla dulítið um tólið sem Anna Tara mætti með í sjónvarpssal. Sjálfan gerviliminn.

Ian Kerner, kynlífsfræðingur og höfundur bókarinnar She Comes First, segir gervilimi geta verið hið mesta þarfaþing. Einnig heldur hann því fram að þeir séu sérlega skemmtileg viðbót í samlífi para, sem sagt, að þá þurfi alls ekki að nota í einrúmi.

Með karlmanni:

„Fyrsta skrefið er að viðra hugmyndina við bólfélagann“ segir Kerner. „Lýstu sýn þinni með honum og segðu honum hvernig þú hyggst nota tólið.“

Þá segir Kerner að sniðugt geti verið að halda svolitla sýnikennslu fyrir makann þar sem limurinn kemur við sögu. Ef hann er sérlega opinn fyrir hugmyndinni má ganga skrefinu lengra og nota liminn á hann.

Með konu:

„Veittu henni munngælur og notaðu liminn samtímis. Mundu að nota vel af sleipiefni,“ segir Kerner, sem einnig mælir með því að fólk prófi sig áfram með ýmsar stærðir og gerðir af gervilimum.

Pistil Kerners í heild sinni má lesa á vef Women‘s Health.

Pör geta kryddað upp á kynlíf sitt með notkun skemmtilegra …
Pör geta kryddað upp á kynlíf sitt með notkun skemmtilegra tóla. Thinkstock / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál